Getnaðarvarnir : Pillan

Ég gat ekki séð svarið við spurningum annara hjá ykkur og var að velta því fyrir mér hvaða pillu tegund værir hentugust fyrir stelpur á 18 aldursári sem getnaðarvörn ? 

Geðheilsa Lyfjainntaka : Langtíma áhrif ADHD lyfja

Mig langar til þess að forvitnast hvort vitað sé um langvarandi áhrif Concerta, Ritalin etc. á heilann, og ef svo er, hver eru þau? Þá á ég við einstaklinga sem eru ekki með ADHD. 
Eru þau eins og skynörvandi/hugvíkkandi (e. psychodelic) lyf, þ.e. áhrifin geta verið að flýta fyrir undirliggjandi geðrænum sjúkdómum?

Húðsjúkdómar : Hvítir blettir á húð

Mig vantar hjálp, fyrir nokkrum mánuðum síðan byrjaði ég að fá hvíta bletti á líkamann, misstóra og er nú kominn einn ca krónustór blettur á aðra öxlina, það er eins og melatóninið sé bara að fara úr líkamanum smátt og smátt, ég er alveg miður mín yfir þessu. Ég sýndi lækni þetta og spurði afhverj ég væri með svona," þú ert með "svo kom latína og ég bað um mannamál,og þá kom hann, skoðaði þetta aðeins og sagði "Þú ert með Mihael Jackson sjúkdóminn" svo var það bara útrætt. Er einhver sem getur sagt mér hvað þetta gæti verið og hvort hægt sé að stöðva þetta? 

Augnsjúkdómar Sjón og heyrn : Augndropar

Augnlæknir benti mér á augndropana Hylo-comod. Ég er ekki að finna neitt um þá hjá ykkur. Þessa dropa á ég að nota v/þurrks í augum og hvarmabólgu. Getur þú bent mér á einhverja sambærilega augndropa sem ég get fengið hjá ykkur í Lyfju? :)

Geðheilsa Lyfjainntaka : Kvíðastillandi lyf

Þarf að fá lyfseðil fyrir kvíðastillandi lyfjum og hvert sný ég mér til þess að fá lyfin?

Algengir kvillar : Hrotur

Eigið þið eitthvað sem gagnast við hrotum ? Ég heyrði t.d um spray sem heitir snoreeze . Er það eitthvað sem gæti virkað ?

: Kol

Hvað er íslenska heitið fyrir Activated Charcoal og er það selt á íslandi?

Getnaðarvarnir : Ótti við pilluna

Ég vil spyrja hvort það að taka pilluna sé óhætt. Er nýbyrjuð á pillunni sem heitir Mercilon og mjög hrædd við aukaverkanir. Hljómar kannski asnalega en er bara svo hrædd við pilluna. Er það ástæðulaus ótti?

Meltingin Vítamín : Hægðavandamál

Langar að forvitnast aðeins hjá ykkur. Er með vandamál í sambandi við hægðir. Yfirleitt koma bara smá kögglar og froða, loft. Svo er allt í einu eins og losni um allt og ég fæ hálgerðan niðurgang. Var að spá í að fara að taka inn multidophilus fra Solary. Gerir það eitthvað? Þetta er ekki alltaf svona en oft. Er ekki með neina verki þó að ég sé með niðurgang. Er að taka inn lyf Tafil R. Quetiapine og Imovane fyrir svefn. Er að fara í flug eftir nokkra daga og smá stress út af þessu. Tók einu sinni Imodium fyrir flug.

Næring Steinefni og snefilefni : Steinefnablöndur

Er til steinefnablanda í töfluformi sem inniheldur öll steinefni í réttum hlutföllum sem maður þarf ?.

Lausasölulyf Sveppasýking : Sveppalyf með barn á brjósti

Má ég nota pevaryl depot 150 mg ef ég er með barn á brjósti?

Húðvandamál : Kláði við endaþarm

Ég er búinn glíma við sviða og kláða við og inní endaþarmsopi í nokkur ár, ég er ekki með gyllinæð en hef fengið svoleiðis, er eitthvað krem eða smyrsl sem þú mælir með?

Húðsjúkdómar : Penisilín eftir bit

Þarf ég að hafa samband við lækni til að fá pensilín eftr bit ?

Síða 4 af 4