Hvítir blettir á húð
Mig vantar hjálp, fyrir nokkrum mánuðum síðan byrjaði ég að fá hvíta bletti á líkamann, misstóra og er nú kominn einn ca krónustór blettur á aðra öxlina, það er eins og melatóninið sé bara að fara úr líkamanum smátt og smátt, ég er alveg miður mín yfir þessu. Ég sýndi lækni þetta og spurði afhverj ég væri með svona," þú ert með "svo kom latína og ég bað um mannamál,og þá kom hann, skoðaði þetta aðeins og sagði "Þú ert með Mihael Jackson sjúkdóminn" svo var það bara útrætt. Er einhver sem getur sagt mér hvað þetta gæti verið og hvort hægt sé að stöðva þetta?
Þú ert líklegast að tala um Vitiligo, en það útnefnist Skjallblettir á Íslensku.
Þar sem um húðsjúkdóm er að ræða væri best fyrir þig að ræða við húðlækni varðandi meðferð, þ.e.a.s ef þú myndir kjósa að gera það.
Útlitslækning er með smá fróðleik um Skjallbletti og mögulegar meðferðir hér.
Ég legg til að þú lesir fróðleikinn og hafir samband við þá varðandi frekari aðgerðir