Hrotur
Eigið þið eitthvað sem gagnast við hrotum ? Ég heyrði t.d um spray sem heitir snoreeze . Er það eitthvað sem gæti virkað ?
Það er rétt, Snoreeze er með 3 mismunandi útgáfur af hrotueyði. Það eru nefsprey, hálssprey og svo munnþynnur sem eru látnar bráðna uppi í munninum. Allar 3 útgáfurnar eru með 8 klst virkni (skv framleiðanda). Eini munurinn er mismunandi form.
Einnig er munnsprey sem heitir einfaldlega "helps stop snoring", sem minnkar eða eyðir hrotum 80% einstaklinga.
Allar þessar vörur ættu að fást í næstu Lyfju.