Ótti við pilluna

Getnaðarvarnir

Ég vil spyrja hvort það að taka pilluna sé óhætt. Er nýbyrjuð á pillunni sem heitir Mercilon og mjög hrædd við aukaverkanir. Hljómar kannski asnalega en er bara svo hrædd við pilluna. Er það ástæðulaus ótti?

Öll markaðsett lyf eru í stöðugu mati á áhættu vs. ávinningur af notkun. Pilla eins og Mercilon er því talin örugg. Aukaverkanir eru svo auðvitað eitthvað sem fylgir öllum lyfjum, mis alvarlegar og mjög misjafnt hvort fólk finni yfir höfuð fyrir þeim. 

Algengar aukaverkanir pillu eins og Mercilon eru spenna í brjóstum, ógleði og smáblæðingar sem yfirleitt ganga þó yfir á 2-4 mánuðum. 

Hættuleg aukaverkun, blóðtappamyndum hefur verið tengd við notkun samsettra hormónagetðnaðarvarna. Ákveðnir sjúkdómar og aðrir áhættuþættir geta aukið þessa hættu. Læknir sem þekkir þína sögu hefur væntanlega skrifað uppá Mercilon fyrir þig og metur þá sem svo að þessi pilla henti þér. 

Ég vona að þetta svar hjálpi, ég er ekki í aðstöðu til að svara þessari fyrirspurn öðruvísi en almennt.