Andfýla

Algengir kvillar Almenn fræðsla Næring

Getur andfýla tengst slími sem lekur á bakvið nefið og ofan í háls? Með hverju er það læknað? 

Algengustu ástæður andfýlu, um 90%, er léleg tann og munnhirða. Þá festist matur á milli tanna og í munni sem kemur af stað bakteríuvexti á tönnum, tungu og góm. Einnig getur tóbaksneysla leitt til verri andfýlu. Ef um bakteríuvöxt er að ræða er oft nóg að tannbursta, nota tannþráð og bakteríudrepandi munnskol í einhvern tíma til að vinna bug á kvillanum. 

Nú ætla ég ekki að fullyrða um að slím geti valdið andfýlu. Slímið lekur þó úr nefinu, gegnum kokið ofan í háls og þaðan ofan í maga. Það er enginn staður fyrir það til þess að stoppa og verða leikvöllur fyrir bakteríur. Vegna þessa finnst mér það ólíklegt. 

Auk þess getur matur valdið andfýlu. Hún komið neðan úr maga eða af hálskirtlum.