Blóðþynningarlyf og engifer

Lyfjainntaka Náttúruvörur

Má ég drekka safa, eða setja í mat engiferrót, ég er á blóðþynningarmeðali og blóðþrýstinsmeðulum ( 2 )

Ég mundi fara mjög varlega í það. Það er vel þekkt að engifer getur bæði haft áhrif á blóðþynningarlyf og valdið því að blóðið verði of "þunnt", aukið semsagt líkur á blæðingum og marblettum. Engifer getur einnig haft áhrif á suma flokka blóðþrýstingslyfja. 

Landlæknir ráðleggur til dæmis að sé fólk á blóðþynnandi lyfjum skuli það ræða við lækni áður en engifer er notað sem fæðubótarefni.