Sjúkdómar og kvillar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Almenn fræðsla Krabbamein : Eistnakrabbamein

Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en hafa samt þá sérstöðu að vera algengustu illkynja æxli ungra karlmanna (25-39 ára). Árlega greinast um 14 karlar hérlendis og meðalaldur við greiningu er 34 ár. Eistnakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að lækna þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra og eru um 98% á lífi fimm árum eftir greiningu.

Almenn fræðsla Krabbamein : Þekkir þú einkennin?

Það er ekki að ástæðulausu sem við hvetjum karlmenn sérstaklega til að þekkja og bregðast við hugsanlegum einkennum krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins meðal fólks á Íslandi sem greindist með krabbamein á árunum 2015-2019 sýndi að karlar leituðu almennt seinna en konur til lækna vegna einkenna sem reyndust eiga rót sína að rekja til krabbameins. Alls 14% karla biðu í meira en ár með að hitta lækni.

Það getur skipt miklu máli varðandi horfur að krabbamein séu greind fljótt ef einkenni gera vart við sig og því skiptir máli að þekkja þau og bregðast við þeim. Mynd: steffi harms frá Unsplash  

Almenn fræðsla Krabbamein : Hver er ávinningur þess að skima fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi?

Árið 2001 gaf landlæknir út leiðbeiningar um skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og árið 2020 lagði fagráð um skimanir til að skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi myndi hefjast sem fyrst og að einstaklingum á aldrinum 50-74 ára yrði boðin þátttaka. Á meðan engin skipulögð skimun er í boði er fólki ráðlagt að leita til læknis um fimmtugt og spyrjast fyrir varðandi þessi mál.  

Almenn fræðsla Taktu prófið Vítamín : Taktu prófið: Aðgát skal höfð í nærveru sólar

Þó sólin sé mikill gleðigjafi er nauðsynlegt að verja sig fyrir geislum hennar. Þannig drögum við úr áhættu á húðkrabbameini og ótímabærri öldrun húðarinnar. Taktu prófið hér að neðan til að kanna þekkingu þína á því hvernig við verjum okkur fyrir sólinni.

Almenn fræðsla Krabbamein : Leghálsskimun - spurningar & svör

Undanfarið hefur verið mikil umræða um skimun fyrir leghálskrabbameini og getur verið áhugavert að kynna sér eðli og mikilvægi leghálsskimunar.

Krabbameinsfélagið hvetur konur eindregið til að bóka tíma þegar þeim berast boðsbréf í skimun. 

Almenn fræðsla Krabbamein : Brjóstaþreifing - kennslumyndband

Mælt er með að konur á öllum aldri skoði brjóstin reglulega. Þá átta þær sig á því hvað er eðlilegt og ef eitthvað breytist frá því síðast.

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: hvað er hægt að gera til að minnka líkur á krabbameinum?

Allir geta fengið krabbamein. En er eitthvað hægt að gera til að draga úr líkunum? Kannaðu þekkingu þína - sumt gæti komið á óvart!

Almenn fræðsla Taktu prófið : Taktu prófið: munntóbak

Munntóbaksneysla hefur aukist gífurlega síðustu árin. Um 5 % karla nota tóbak í nef og um 5% taka það í vör. Tóbaksnotkun er algengust hjá ungum körlum en 23% karla á aldrinum 18 - 24 ára taka tóbak daglega í vör. Um 26% þeirra sem nota reyklaust tóbak reykja einnig sígarettur.

Almenn fræðsla Reykingar Taktu prófið : Taktu prófið: sígarettureykingar

Með því að taka prófið kemstu að nokkrum áhugaverðum staðreyndum um sígarettureykingar.

Almenn fræðsla Reykingar Taktu prófið : Taktu prófið: rafsígarettur

Rafsígarettur komu nýlega á markaðinn hér á landi. Það verður ekki fyrr en eftir nokkra áratugi sem við getum sagt til um hversu skaðlegar þær eru en við vitum þó að þær eru ekki með öllu skaðlausar. Taktu prófið og sjáðu hversu vel þú þekkir til rafsígaretta. 

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Blöðruhálskirtils­krabbamein

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli.

Almenn fræðsla Húð Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: sortuæxli og önnur húðkrabbamein

Með því að þekkja orsakir og einkenni húðkrabbameina er hægt að bregðast fljótt við þegar lækning við sjúkdómnum er möguleg. Talið er að hægt væri að koma í veg fyrir um átta af hverjum tíu húðkrabbameinum ef allir færu eftir ráðleggingum um sólarvarnir og færu ekki í ljósabekki.

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Brjóstakrabbamein

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi brjóstakrabbamein.

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Leghálskrabbamein

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi leghálskrabbamein. 

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Krabbamein í ristli og endaþarmi

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi krabbamein í ristli og endaþarmi. 

Algengir kvillar Hár : Hverjir fá lús, hve oft og af hverju?

Fróðlegar spurningar og svör og fræðslumyndband um höfuðlús frá Hedrin.

Kynsjúkdómar : Holl ráð um kynsjúkdóma

Kynsjúkdómar eru sjúkdómar, sem smitast við kynmök eða aðrar kynlífsathafnir. Hættan á kynsjúkdómum eykst eftir því sem fólk hefur fleiri rekkjunauta.

Þvagfærasjúkdómar : Hvað er blöðrubólga?

Blöðrubólga er sýking í þvagblöðrunni en heitið er oft notað ef sýking eða erting í neðri hluta þvagfæra leiðir til þess að þvaglát verða tíð eða sár.

Húð Krabbamein : Áhrif sólarinnar á húðina- myndbönd

Jenný Huld Eysteinsdóttir húðlæknir svarar þrettán spurningum um áhrif sólarinnar á húðina í þrettán stuttum myndböndum á vegum Krabbameinsfélagsins.

IStock-514852894

Hjarta– og æðakerfið Meltingarfærasjúkdómar : Hvað er gyllinæð?

Gyllinæð er tilkomin vegna þess að bláæðar í endaþarmi víkka út og það myndast æðahnútar.

Síða 2 af 6