Sjúkdómar og kvillar

Fyrirsagnalisti

Algengir kvillar : Njálgur

Njálgur (e. pinworm) er lítill, hvítur hringormur sem er algeng sýking hjá fólki á öllum aldri en algengastur hjá börnum og á stofnunum þar sem mörg börn koma saman t.d. leikskólum og skólum og hjá aðstandendum þeirra sem sýkjast.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Hjarta– og æðakerfið Næring : Hvernig er blóðþrýst­ingurinn?

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í fyrirlestrinum er farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Sérfræðingar Lyfju Sykursýki : Sykursýki 2 | Hvað viltu vita?

Dr Jens Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir fjallar um sykursýki 2.

Almenn fræðsla Sykursýki : Sykursýki 2 og insúlínviðnám

Sykursýki er einn af okkar algengustu efnaskiptasjúkdómum og helst í hendur við hjarta- og æðasjúkdóma og styttra æviskeið. Um 11.000 Íslendinga eru með sykursýki, þar af er sykursýki af tegund 2 í um 90% tilfella. Miðað við tölur erlendis frá er líklegt að um tíundi hver Íslendingur sé með forsykursýki eða aukið insúlínviðnám, sem er undanfari sykursýki.

1202923927795027.TgKqArX1gdK1lYm32RRR_height640

Almenn fræðsla Sykursýki : Taktu prófið | Sykursýki

Sykursýki er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla, en án meðferðar getur hhann leitt til alvarlegrar heilsufarsskerðingar. Taktu prófið til að komast að komast að því hvort þú hafir áhættuþætti skerts sykurþols, sem er oft undanfari sykursýki.

Kvensjúkdómar : Legslímuflakk

Legslímuflakk (e. endometriosis) hrjáir um 6-10% kvenna. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar. Helstu einkenni eru miklir kviðverkir einkum í kringum blæðingar. Mörg önnur almenn einkenni eru þekkt og því er greining flókin og getur tekið langan tíma. Meðferðir felast aðallega í verkjastillingu og að koma í veg fyrir skerðingu á daglegu lífi. 

: Járnskortsblóðleysi

Járnskortsblóðleysi (e. iron deficiency anemia) er skortur á járni í blóðinu sem getur verið með eða án skorts á rauðum blóðkornum. Rauðu blóðkornin eru mikilvægur þáttur í flutningi súrefnis til líffæra

: Lyf og sólarljós | forðist viðbrögð í húð

Sum lyf geta valdið viðbrögðum í húðinni sé hún óvarin fyrir sólarljósi, og það á líka við um sólarljós frá sólbaðsstofubekkjum. Þetta kallast ljósnæmi og getur líkst sólbruna. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slík viðbrögð.

Almenn fræðsla : Að ferðast með lyf

Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið magn af lyfjum er heimilt að ferðast með bæði til Íslands og frá Íslandi til annarra landa. 

Joanna-kosinska-vouDD7K0FoA-unsplash

Almenn fræðsla Sykursýki : Sykurlöng­un | Góð ráð til að koma jafnvægi á blóðsykur­inn

Líkaminn okkar þarf eldsneyti eins og prótein, kolvetni, vatn, fitu, vítamín og steinefni til að starfa eðlilega. Sykur er kolvetni og gefur okkur mikla orku í skamma stund en þessari orku fylgja lítil næringarefni.

Charlotte-karlsen-yz0yUM6IZ4k-unsplash

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur | Mataræði og lífsstíll

Hár blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta-og æðasjúkdómum. Einkenni koma oft ekki fram fyrr en blóðþrýstingurinn er orðinn verulega hár. Helstu orsakir fyrir háþrýstingi eru streita, sykurát, ofþyngd, kyrrseta, óhófleg neysla á kaffi og áfengi, reykingar og of mikil saltneysla. Í stökum tilfellum getur undirliggjandi orsök verið vegna erfða eða nýrnavandamála.

Almenn fræðsla Sykursýki : Hvernig er hægt er að bæta blóð­fituna og þar með lækka kól­esterólið?

Líkaminn þarf kólesteról meðal annars til að melta fitu sem er í fæðunni, byggja upp frumuveggi og búa til hormón eins og testósterón og estrógen. Blóðrásin flytur kólesteról í ögnum sem kallast lípóprótein. Hægt er að líkja þessu við flutningabifreiðar í blóði sem flytja kólesteról til ýmissa líkamsvefja til að nota, geyma eða skilja út. 

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Háþrýstingur

Háþrýstingur er talinn valda um þriðjungi ótímabærra dauðsfalla. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur leitt til æðakölkunar, hjartadreps, hjartabilunar, heilablóðfalls, heilabilunar, nýrnabilunar og sjónskerðingar. Mikilvægt er því að greina háþrýsting á snemmstigum því háþrýsting er hægt að meðhöndla. Sýnt hefur verið fram á að hækkun um 20 mmHg í efri mörkum og 10 mmHg í neðri mörkum tvöfaldar líkur á þróun hjarta- og æðasjúkdóma.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Kólesteról | Mataræði og góð ráð

Kólesteról og þrýglýseríðar flokkast sem helsta blóðfita líkamans og er mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna.

Almenn fræðsla : Hemóglóbín / járn

Hemóglóbín er prótein sem er í rauðum blóðkornum og er hlutverk þeirra að flytja súrefni frá lungunum til líffæra.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæra. 

Almenn fræðsla R Öndunarfæralyf Sykursýki : Blóðsykur

Glúkósi (blóðsykur) er einn mikilvægasti orkugjafi líkamans. Margir þættir hafa áhrif, s.s. líkamleg áreynsla, fæði, geta lifrar til að framleiða blóðsykur og ýmis hormón, t.d.insúlín.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Hár blóðþrýstingur

Hár blóðþrýstingur (e. hypertension) eða háþrýstingur er ástand sem eykur líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. 

Almenn fræðsla Krabbamein : Karlar og skimanir

Hvað er skimun? Skimun, eða skipuleg hópleit, felst í því að leitað er eftir krabbameini eða forstigum þess hjá tilteknum hópi fólks sem sýnir engin merki þess að vera með krabbamein. Markmiðið er að finna krabbamein fyrr en annars væri hægt, jafnvel á forstigi. Á Íslandi er konum á vissum aldri boðið í skimun fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ekki er skimað fyrir neinum „karlakrabbameinum“ en í undirbúningi er að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini hjá báðum kynjum.

Almenn fræðsla Krabbamein : Hvað er krabbamein?

Krabbamein geta átt upptök sín í næstum öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein myndast við það að erfðaefni frumu breytist og veldur því að hún starfar ekki lengur eins og heilbrigðar frumur af sama tagi. Fruman fer meðal annars að fjölga sér stjórnlaust og þannig myndast illkynja æxli. Krabbamein geta dreifst um líkamann frá líffærinu sem það á upptök sín í, meðal annars með blóðæðum og sogæðum.

Síða 1 af 6