Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörHvernig geta karlmenn fengið þykkara hár? Flestir karlmenn vilja hafa þykkt hár. Það er staðreynd. En því miður erum við ekki öll svo heppin að ná að viðhalda eðlilegum hárvexti, sérstaklega þegar við förum að eldast.
Valdís eigandi Flothettu talar um fræðin á bakvið flot og hversu góð áhrif það hefur á líkamann. Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Hugmyndin er innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar og reynsluheimi Íslendinga sem alist hafa upp í nánum tengslum við vatnið. Flothetta veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni og gerir manni kleift að upplifa nærandi slökun í þyngdarleysi vatnssins.
Það fer eflaust ekki farið fram hjá neinum þegar lúsmýið er mætt á stjá og hefur dreift sér víða um land með tilheyrandi óþægindum og vandræðum. Lúsmý eru afar litlar, fínlegar og illa sýnilegar flugur sem finnast víða um land.
Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði fjallar um andlega heilsu og geðrækt og fer í gegnum nokkrar aðferðir til að hlúa að eigin geðheilsu og vellíðan.
Bætum andlega heilsu og hlæjum saman! Að hlæja er talið bæta andlega heilsu ásamt því að njóta útivistar í náttúrunni. Okkur hjá Lyfju langar að bjóða ykkur á viðburð sem tengir þetta tvennt saman. Við bjóðum því á uppistand útí skógi þann 29. mars kl. 18:00 með Sögu Garðardóttur.
Neföndun er ummyndandi. Hún bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á að andlitið vaxi og þroskist rétt og stuðlar að beinum tönnum.
Við þekkjum vel orðið líkamsrækt og erum meðvituð um mikilvægi þess að hreyfa líkamann og gera æfingar sem efla líkamlega heilsu. Orðið geðrækt er kannski ekki alveg eins vel þekkt. Í stuttu máli felst geðrækt í því að hlúa að geðheilsunni eða andlegri heilsu með aðferðum sem miða að því að efla aðstæður, færni og lífsvenjur sem stuðla að aukinni andlegri vellíðan og heilsu.
Í dag hefst framtíðin
Öll viljum við vaxa í átt að vellíðan en mætum alls konar hindrunum.
Þess vegna þurfum við ferðafélaga sem styður og hjálpar.
Hvort sem við glímum við erfiðleika eða viljum einfaldlega meiri lífsgæði.
Eitt líf – óteljandi byrjanir.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir fræðir um núvitund en hún hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 22 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi. Gyða er með með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík.
Verðum aðeins betri í að anda betur. Björgvin Páll leiðir okkur í gegnum öndunaræfingar sem henta vel í bílnum, fyrir svefninn eða þegar streita eða kvíði hellist yfir okkur.
Járn sjálfsprófið er gagnlegt til að athuga járnforða líkamans. Prófið er ónæmisfrumufræðilegt tæki sem greinir ferritíngildi í blóði. Járn er ómissandi málmur fyrir líkama okkar og skiptir sköpum fyrir flutning súrefnis í blóði, fyrir frumufjölgun og til að byggja upp uppbyggingu vefja og líffæra
Sjálfsprófið er ónæmismæling sem byggir á meginreglunni um samkeppnis- róteinabindingu, sem getur sýnt fram á óhóflegt, nægilegt, ófullnægjandi eða skort á D-vítamíni í blóði. Prófið er fyrir þá sem þreytast auðveldlega, fá lítið sólarljós, innbyrgða mat með litlu D vítamíni svo eitthvað sé nefnt.
Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.
Oftast er talað um 6 húðgerðir og hér eru nokkur einkenni til að auðvelda þér að greina húðgerðina þína rétt.
Lúsmý hefur náð fótfestu á Íslandi og er til vandræða einkum fyrripart sumars. Flugan er agnarsmá og getur því verið erfitt að greina hana með berum augum. Lúsmý heldur sig þar sem er skjól og skuggi. Það leggst til atlögu að nóttu til og verður fólk því ekki vart við bitin fyrr en kláði og bólga koma fram. Bitin eru ekki hættuleg en geta valdið talsverðum óþægindum sérstaklega ef þau eru mörg.
Una Emilsdóttir sérnámslæknir í umhverfislæknisfræði, með sérstakan áhuga á fyrirbyggingingu sjúkdóma fjallar um mikilvægi þess að vera upplýstur neytandi, þ.e. forðast skaðleg efnaáhrif á líkama og húð með þekkingu að vopni og sporna þar með við ýmsum kvillum og vandamálum.
Húðin er stærsta líffæri líkamans og í henni finnast m.a. æðar, taugaendar, svitakirtlar, hársekkir o.fl. Hún er í þremur lögum (yfirhúð, leðurhúð og undirhúð). Mikilvægt er að passa vel uppá húðina og vernda hana eins og hægt er svo hún geti sinnt margvíslegum hlutverkum sínum.
Við val á sápu á viðkvæm svæði eins og kringum kynfæri, er best að velja milda sápu sem er án rotvarnarefna, parabena, ilmefna og alkóhóls. Sýrustig sápunnar skiptir miklu máli og best er að sýrustigið (pH) sé lágt. Sýrustig (pH skalinn) er frá 0 (súrt) og uppí 14 (basískt).
Ef húðin fær of mikla sól í of langan tíma og er ekki vel varin, getur hún brunnið. Mikilvægt er að vernda húðina eins og hægt er með sólvörn eða fötum sem hylja viðkvæm svæði á húðinni. Mælt er með því að nota sólvörn með SPF 30-50 (með UVA og UVB filter).
Reynt er að fyrirbyggja bit með skordýrafælandi spreyi eða með því að passa að hafa net í gluggum þegar lúsmý er mikið á ákveðnum tímum sumars. Ef skordýrið hefur skilið eftir sig brodd í húðinni er reynt að fjarlægja hann.