Lifum heil: Andleg heilsa

Fyrirsagnalisti

Almenn fræðsla Andleg heilsa : Andleg heilsa og geðrækt

Við þekkjum vel orðið líkamsrækt og erum meðvituð um mikilvægi þess að hreyfa líkamann og gera æfingar sem efla líkamlega heilsu. Orðið geðrækt er kannski ekki alveg eins vel þekkt. Í stuttu máli felst geðrækt í því að hlúa að geðheilsunni eða andlegri heilsu með aðferðum sem miða að því að efla aðstæður, færni og lífsvenjur sem stuðla að aukinni andlegri vellíðan og heilsu. 

Almenn fræðsla Andleg heilsa : Núvitundaræfingar með Gyðu Dröfn

Gyða Dröfn Tryggvadóttir fræðir um núvitund en hún hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 22 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi. Gyða er með með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík.

Almenn fræðsla Andleg heilsa Næring Svefn : Heilbrigður lífsstíll fyrir betri heilsu og vellíðan

Heilbrigður lífsstíll er mikilvægur fyrir almenna heilsu og vellíðan. Hann felur í sér að taka ákvarðanir sem stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu með því að huga að hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, nægum svefni og stjórna streitu. Allt eru þetta þættir sem geta fyrirbyggt sjúkdóma.