Cloxacillin Vital Pharma Nordic
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Kloxacillín
Markaðsleyfishafi: XGX Pharma ApS | Skráð: 19. janúar, 2022
Cloxacillin Vital Pharma Nordic er sýklalyf sem inniheldur virka efnið kloxacillín. Lyfið er notað til meðferðar við sýkingum af völdum stafýlókokka (klasakokka) sem mynda penicillinasa, eins og: sýkingum í húð og mjúkvefjum, bólgu í hjarta (hjartaþelsbólga), bólgu í beinmerg (bein- og mergbólgu) og blóðsýkingu. Kloxacillín tilheyrir lyfjaflokknum penicillinasa-ónæm penicillin og það virkar á bakteríurm með því að koma í veg fyrir að þær myndi eðlilega frumuveggi. Án frumuveggja deyja bakteríur fljótt.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyfs-/innrennslisstofn.
Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur þér lyfið með inndælingu annað hvort í bláæð eða
vöðva eða sem dreypi í bláæð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.
Verkunartími:
Misjafn eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ólíklegt er að það gerist þar sem heilbrigðisstarfsmaður gefur þér lyfið. Ef þú heldur að skammtur sé að gleymist látið vita.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er yfirleitt gefið tímabundið, fyligð leiðbeiningum læknis.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú hefur áhyggjur að þú hafir fengið of mikið magn skaltu strax láta lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing vita. Einkenni ofskömmtunar eru ógleði, uppköst, niðurgangur, skert meðvitund og krampar.
Langtímanotkun:
Lyfið er venjulega aðeins gefið í skamman tíma í senn.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Ógleði, niðurgangur | |||||||
Sýkingar | |||||||
Útbrot | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Sveppasýking í munni og leggöngum |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Asubtela
- Braftovi
- Cleodette
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Harmonet
- Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin-B
- Kliogest
- Lenzetto
- Melleva
- Mercilon
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Microgyn
- Microstad
- Novofem
- NuvaRing
- Oracea
- Ornibel
- Qlaira
- Rewellfem
- Ryego
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir pensilínlyfjum
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með niðurgang
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í ráðlögðum skömmtum er hætta á áhrifum á barnið talin
ólíkleg.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd og tegund sýkingar.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.