Heilsan í þínum höndum

Öll langar okkur að líða vel á líkama og sál. Halda jafnvægi, upplifa vellíðan og njóta lífsins. Við getum einsett okkur á hverjum degi að bæta okkur. Borðað næringarríkari fæðu, hreyft okkur örlítið meira í dag en í gær, hugað að svefninum og staldrað við og notið augnabliksins. Því heilsan er í þínum höndum

Netspjall Lyfju Sækja Lyfju appið


Ferðafélagi þinn í átt að betri heilsu

Mikilvægi meltingarflórunnar í gegnum öll lífsins skeið

Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans. Þessar örverur eru gjarnan nefndar þarmaflóra eða meltingarflóra.

Hreyfing, næring, svefn og andleg næring

Hreyfing, næring, svefn og andleg næring eru megin stoðir heildrænnar heilsu og auka lífsgæði okkar og lengja líf. Dr. Victor Guðmundsson læknir brennur fyrir þessu málefni og fjallar um í þessu fræðslumyndbandi mikilvægi jafnvægis þessara fjóra þátta til að fyrirbyggja, viðhalda og öðlast betri heilsu.

Heilbrigður lífsstíll fyrir betri heilsu og vellíðan

Heilbrigður lífsstíll er mikilvægur fyrir almenna heilsu og vellíðan. Hann felur í sér að taka ákvarðanir sem stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu með því að huga að hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, nægum svefni og stjórna streitu. Allt eru þetta þættir sem geta fyrirbyggt sjúkdóma.

Hvernig er blóðþrýst­ingurinn?

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í fyrirlestrinum er farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.

Sykursýki 2 | Hvað viltu vita?

Dr Jens Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir fjallar um sykursýki 2.

Almennt-um-vitamin

Almennt um vítamín

Vítamín eru skilgreind sem lífræn efni er líkaminn þarfnast í litlum mæli. Aðaluppsprettu vítamína er að finna í fæðunni.


Fleiri fræðslugreinar

Heilsusamlegar vörur

Jörth Abdom 1.0

Abdom 1.0 er háþróað íslenskt bætiefni úr hágæða náttúrulegum hráefnum sem eflir þarmaflóruna, bætir meltinguna og hefur græðandi áhrif á meltingarveginn. Í hverjum skammti af Abdom 1.0 eru 50 milljarðar míkróhjúpaðra góðgerla og tryggir míkróhjúpun gerlanna að sérhæfð virkni hvers og eins nýtist á staðbundinn hátt í meltingarveginum.

D-vítamín

D vítamín er stundum kallað sólarvítamínið vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. Við sem búum hér á norðlægum slóðum þurfum auka D vítamín á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtan er.

Ultrahuman blóðsykursmælir

Blóðsykursmælirinn hjálpar þér að sérsníða mataræðið þitt að þínum líkama! Ultrahuman M1 er sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn þinn allan sólarhringinn í 14 daga samfellt svo þú getir hámarkað heilsu þína, bætt mataræðið og komið þér í topp form.

Ultrahuman snjallhringur

Ultrahuman Ring AIR hjálpar þér að taka réttar ákvarðanir er varða svefn þinn, orkustjórnun, endurheimt og alhliða heilsu. Hann er notendavænn, stílhreinn og áreiðanlegur.

Melatónín

Góður svefn er afar mikilvægur heilsunni. Í svefni hvílist líkaminn, endurnýjar sig og nærir. Þá fer fram framleiðsla ýmsum hormónum sem og fjölmargir aðrir ferlar sem líkamanum eru nauðsynlegir.

Prima sjálfspróf | FER járn

Járn sjálfsprófið er gagnlegt til að athuga járnforða líkamans. Prófið er ónæmisfrumufræðilegt tæki sem greinir ferritíngildi í blóði.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka