Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörVið notum húð- og snyrtivörur til að hreinsa, vernda og breyta lykt eða útliti líkama okkar, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt fjölgar vörum á markaði og húðrútínur verða æ flóknari með hverju árinu. Það er skiljanlegt - við viljum flest vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
Við höfum flestöll orðið vör við nýja tískubylgju sem hefur vaxið stórlega síðustu tvö árin en vaxandi fjöldi barna og unglinga eru farin að tileinka sér mjög flókna húðrútínu. Börn allt niður í 7-8 ára aldur eru farin að sýna húðvörum mikinn áhuga og jafnvel óska eftir snyrtivörum og húðkremum í gjafir eða frá foreldrum sínum. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru nokkrar.
Andlitsnudd er tímalaus iðja sem sameinar forna visku og nútímavísindi. Að nudda andlitið hefur í för með sér djúpstæðan ávinning fyrir bæði útlit og almenna vellíðan. Með því að einblína á að lyfta og móta andlitið með sérstökum aðferðum, getum við virkjað sogæðakerfið, unnið með bandvefinn og losað bæði tilfinningalega og líkamlega spennu.
Húðin okkar þarf á góðri næringu að halda til að viðhalda hlutverki sínu. Hún er í raun síðasta líffærið sem tekur til sín næringu. Fæðuval okkar getur því haft mikil áhrif á ásýnd hennar og heilsu. Vel nærð og heilbrigð húð getur gefið vel til kynna hvernig líkami þinn lítur út að innan og hvernig honum líður.
Sunneva Halldórsdóttir er mastersnemi í Líf- og læknavísindum og með BS gráðu í lífeindafræði. Hún hefur tekið hér saman helstu upplýsingar um sólarvarnir, hvaða innihaldsefni skuli varast og hvers vegna. Einnig bendir hún á nokkrar vel valdar sólarvarnir sem Lyfja er að selja í dag.
Bodyologist húðvörurnar eru samsettar af nokkrum af bestu og vel skjalfestu, virku og áhrifaríkustu innihaldsefnunum, þar á meðal náttúrulegum innihaldsefnum. En sum innihaldsefnin örva og hjálpa hvert öðru. Vörurnar eru allar þróaðar þannig að þær styðja við náttúrulegt pH-gildi húðarinnar.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá Neostrata sem hentar einstaklega vel fyrir þroskaða húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðvörum frá CeraVe og húðlækningavörum frá Bioderma og Pharmaceris, sem eru sérstaklega góðar fyrir unga húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay, Bioderma og Eucerin, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir viðkvæma húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay og Pharmaceris, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir bólótta húð.
Það fer eflaust ekki farið fram hjá neinum þegar lúsmýið er mætt á stjá og hefur dreift sér víða um land með tilheyrandi óþægindum og vandræðum. Lúsmý eru afar litlar, fínlegar og illa sýnilegar flugur sem finnast víða um land.
Holl næring styður við alhliða heilbrigði, veitir andlega og líkamlega vellíðan ásamt því að lengja líf og bæta. Fjölbreytt, lífræn og óunnin fæða er best fyrir líkamann okkar. Mundu að njóta matarins því það er hluti af leiknum.
Oftast er talað um 6 húðgerðir og hér eru nokkur einkenni til að auðvelda þér að greina húðgerðina þína rétt.
Lúsmý hefur náð fótfestu á Íslandi og er til vandræða einkum fyrripart sumars. Flugan er agnarsmá og getur því verið erfitt að greina hana með berum augum. Lúsmý heldur sig þar sem er skjól og skuggi. Það leggst til atlögu að nóttu til og verður fólk því ekki vart við bitin fyrr en kláði og bólga koma fram. Bitin eru ekki hættuleg en geta valdið talsverðum óþægindum sérstaklega ef þau eru mörg.
Húðin er stærsta líffæri líkamans og í henni finnast m.a. æðar, taugaendar, svitakirtlar, hársekkir o.fl. Hún er í þremur lögum (yfirhúð, leðurhúð og undirhúð). Mikilvægt er að passa vel uppá húðina og vernda hana eins og hægt er svo hún geti sinnt margvíslegum hlutverkum sínum.
Við val á sápu á viðkvæm svæði eins og kringum kynfæri, er best að velja milda sápu sem er án rotvarnarefna, parabena, ilmefna og alkóhóls. Sýrustig sápunnar skiptir miklu máli og best er að sýrustigið (pH) sé lágt. Sýrustig (pH skalinn) er frá 0 (súrt) og uppí 14 (basískt).
Ef húðin fær of mikla sól í of langan tíma og er ekki vel varin, getur hún brunnið. Mikilvægt er að vernda húðina eins og hægt er með sólvörn eða fötum sem hylja viðkvæm svæði á húðinni. Mælt er með því að nota sólvörn með SPF 30-50 (með UVA og UVB filter).
Reynt er að fyrirbyggja bit með skordýrafælandi spreyi eða með því að passa að hafa net í gluggum þegar lúsmý er mikið á ákveðnum tímum sumars. Ef skordýrið hefur skilið eftir sig brodd í húðinni er reynt að fjarlægja hann.
Mikilvægt er að passa vel upp á húðina, fylgjast með fæðingarblettum, nota sólarvörn og fyrirbyggja sprungur og sáramyndun eins og hægt er vegna þurrks/exems/húðsjúkdóma.
Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.