Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörÝmsar örverur geta sýkt augað s.s. bakteríur, sveppir og veirur. Einkenni augnsýkingar eru meðal annars roði, verkur, gröftur, viðkvæmni fyrir ljósi, bólga, kláði, þokusjón o.fl. Hægt er að hafa einkenni í öðru eða báðum augum. Mikilvægt er að leita til læknis ef grunur leikur á augnsýkingu, eða ef einkenni lagast ekki innan 1-2 daga, því ómeðhöndluð sýking getur orðið hættuleg og valdið sjónskaða.
Sirka 25% af fullorðnu fólki finna fyrir augnþurrki á einhverju tímabili. Annað hvort er of lítil táraframleiðsla eða að tárin sem eru framleidd eru af lélegum gæðum. Einkenni geta verið mismunandi milli einstaklinga og óþægindin í augum geta verið með eða án sjóntruflana. Einkennin geta líka verið mismunandi eftir tímabilum hjá sama einstaklingi.
Augnkvef eða vogrís orsakast vanalega af bakteríum eða veirusýkingum og er bráðsmitandi. Einkenni eru rauð og viðkvæm augu sem úr getur komið gröftur og aukin táramyndun. Frjókornaofnæmi ýtir oft undir þessi einkenni.