Hreyfing á breytinga­skeiðinu

Almenn fræðsla Breytingaskeið Kvenheilsa

Á breytingaskeiðinu þá minnkar estrógenið hjá konum sem getur valdið breytingum á líkamanum. Frá 30 ára aldri getur vöðvamassinn minnkað allt að 3-5% á hverjum áratug og eykst enn frekar við breytingaskeiðið ef ekkert er gert.

"Tap á vöðvamassa þýðir minni styrkur og auknar líkur á föllum og beinbrotum. Aukinn vöðvamassi getur aukið lífsgæðin þegar kemur að styrk, líðan, svefni og fleira.

Það sem ég myndi ráðleggja öllum konum er að lyfta lóðum lágmark tvisvar á viku og að stunda einhvers konar þolþjálfun einu sinni til tvisvar á viku, það geta verið langir göngutúrar eða þá hlaup, sprettir og hjólreiðar. Einnig er mikilvægt að hita sig vel upp fyrir æfingar og taka þá liðkunaræfingar í 4-6 mínútur og taka svo létta 4 mínútna göngu eða skokk á bretti eða að hjóla."

Aldís Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og þjálfari

Kvenheilsa_vorur850-300