Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörLára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í fyrirlestrinum er farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.
Hár blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta-og æðasjúkdómum. Einkenni koma oft ekki fram fyrr en blóðþrýstingurinn er orðinn verulega hár. Helstu orsakir fyrir háþrýstingi eru streita, sykurát, ofþyngd, kyrrseta, óhófleg neysla á kaffi og áfengi, reykingar og of mikil saltneysla. Í stökum tilfellum getur undirliggjandi orsök verið vegna erfða eða nýrnavandamála.
Háþrýstingur er talinn valda um þriðjungi ótímabærra dauðsfalla. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur leitt til æðakölkunar, hjartadreps, hjartabilunar, heilablóðfalls, heilabilunar, nýrnabilunar og sjónskerðingar. Mikilvægt er því að greina háþrýsting á snemmstigum því háþrýsting er hægt að meðhöndla. Sýnt hefur verið fram á að hækkun um 20 mmHg í efri mörkum og 10 mmHg í neðri mörkum tvöfaldar líkur á þróun hjarta- og æðasjúkdóma.
Kólesteról og þrýglýseríðar flokkast sem helsta blóðfita líkamans og er mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna.
Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæra.
Hár blóðþrýstingur (e. hypertension) eða háþrýstingur er ástand sem eykur líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum.
Gyllinæð er tilkomin vegna þess að bláæðar í endaþarmi víkka út og það myndast æðahnútar.
Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við stöndum og göngum, eykur þrýsting í bláæðunum í neðri hluta líkamans eins og nánar verður vikið að hér á eftir.
Þeir sem hafa hjartabilun eru ekki einir á báti því að gera má ráð fyrir að 3-5000 manns þjáist af þessum sjúkdómi hér á landi. Hjartabilun er ein af algengustu ástæðum fyrir sjúkrahúsinnlögn hjá fólki yfir 65 ára og algengi (tíðni) hjartabilunar virðist fara vaxandi.