Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörMeð því að hreyfa þig liðkar þú líkamann, styrkir vöðva og bein og þjálfar hjarta- og æðakerfið. Regluleg hreyfing styður við eðlilega heilastarfsemi, stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum, blóðþrýstingi og líkamsþyngd.
Gestur hlaðvarpsþáttarins er ljósmóðirin Steinunn Zophoníasdóttir sem ræddi um breytingaskeið kvenna sem sveipað hefur verið dulúð og skömm. Steinunn fer meðal annars yfir helstu niðurstöður úr meistararannsókn sinni á upplifun kvenna af breytingaskeiðinu ásamt líkamlegum, andlegum og félagslegum breytingum sem konur ganga í gegnum á þessu tímabili, sem og einkenni og bjargráð.
Í hlaðvarpinu Af hverju vissi ég það ekki var rætt við Guðjón Haraldsson þvagfæraskurðlækni sem leiddi þáttastjórnendur í allan sannleikann um vanda karla þegar þeir fara í gegnum skeið breytinga og að hverju er að hyggja..
Retinól er eitt form af A-vítamíni og er afar þekkt innihaldsefni sem vinnur vel á öldrunareinkennum húðarinnar. Retinól er afar áhrifaríkt og virkt innihaldsefni sem finnst í snyrtivörum í dag til að draga úr öldrunareinkennum og vernda húðina gegn þeim.
Dr. Ragna Hlín fjallaði um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju.
Það er hægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar það ástand að fólk sé sífellt að vakna upp eftir að það hefur sofnað og eigi erfitt með að sofna aftur. Hinsvegar er það að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin. Svefnleysi getur verið tímabundið, komið fyrir endrum og eins eða verið viðvarandi vandamál.4
"Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega."
Sólarvarnarkrem koma í veg fyrir að skaðlegir geislar sólarinnar brenni húð okkar en notkun slíkra krema þýðir ekki að við þurfum að hætta að fara varlega í sólinni.
Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7 % á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um.
Hjarta-og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar gera miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins enda er meðferð oft flókin og kostnaðarsöm. Þótt miklar framfarir hafi orðið í lyfjameðferð og aðgerðartækni af ýmsu tagi hlýtur það að vera ósk okkar flestra að komast hjá því að fá þessa sjúkdóma.
Stöðugt algengara er að talað er um tengsl mataræðis við hegðunarvandamál og námsörðugleika hjá börnum.
D-vítamín er mikið í umræðunni enda ekki ráð nema í tíma sé tekið þar sem komið hefur í ljós að allt of margir virðast ekki vera að fá nóg af D-vítamíni úr daglegri fæðu og aukning hefur orðið á beinþynningu og jafnvel beinkröm
Til eru margar mismunandi aðferðir við tannburstun er gefa góðan árangur sé þeim beitt á réttan hátt. Mikilvægt er að bursta tennur tvisvar á dag, að loknum morgunverði og að lokinni síðustu máltíð að kvöldi. Góð tannburstun tekur a.m.k. tvær mínútur.
Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum að hollt mataræði og reglubundin hreyfing eru megin stoðirnar í því að lifa heilbrigðu lífi. Það mætti bæta við andlegri vellíðan til að kóróna það sem þarf til að vera með allt á hreinu.
Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðraskanir, er fælni flokkuð í þrjá undirflokka, eða í víðáttufælni (agoraphobia), félagsfælni og afmarkaða fælni.
Rannsóknir hafa sýnt að flestir finna fyrir orkuleysi um kl 14 á daginn. Þá eykst einbeitingarskortur og starfsfólki finnst það alveg orkulaust. Þá er ansi freistandi að næla sér í einhverja skyndiorku, súkkulaði eða annað slíkt en eftirfarandi ráð ættu að virka betur.
Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni.
Það eru til fjölmargar leiðir til megrunar sem margar hverjar fela í sér kúra með loforðum um skjótan árangur. Það er samt sem áður þannig að lykillinn að árangursríkri megrun er að borða hollan mat í hæfilegu magni og stunda reglulega líkamsrækt. Þú þarft að gera varanlega breytingu á lífsháttum þínum ef þú vilt ná af þér kílóum og halda í þann árangur sem þú nærð. Hér eru 6 ráð sem gott er að hafa í huga
Holl næring er öllum nauðsynleg ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast. En hvað á að gefa börnunum að borða þannig að þeim líði vel og gangi sem best í leik og starfi? Morgunverðurinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og mjólkurmatur ásamt ávöxtum eða hráu grænmeti góður morgunmatur og getur samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna hafragraut eða morgunkorn með mjólk og ávexti, brauð með áleggi og grænmeti ásamt mjólk eða súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita. Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta bætt við brauðsneið með áleggi. Velja ætti sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með sem minnstum sykri. Lýsi eða annar D-vítamíngjafi er svo ómissandi með morgunmatnum.
Slysin gera ekki boð á undan sér og það er fátt leiðinlegra en að verða fyrir óhappi í frítíma sínum, hvort sem er við garðvinnuna heima, á ferðalagi eða í fjallgöngu um hálendið. Með því að hafa sjúkrakassa við höndina ertu alltaf með fyrstu hjálp innan seilingar og getur auðveldlega hlúð að sárum.