Ertu að taka sýklalyf?
Sýklalyf eru tvíeggja sverð. Við megum vera afskaplega þakklát fyrir að þau eru til því að þau geta bjargað mannslífum. Á hinn bóginn eru þau afleit fyrir þarmaflóruna okkar því þau drepa ekki bara skaðlegar bakteríur heldur líka þær góðu sem eru okkur svo mikilvægar.
Þess vegna er ákaflega mikilvægt að hlúa vel að þarmaflórunni á meðan inntaka sýklalyfja gengur yfir og eftir hana.
Aukaverkanir sýklalyfja
Geta verið ýmsar en þær algengustu eru meltingarvandamál, sérstaklega niðurgangur. Þetta gerist vegna þess að þarmaflóran raskast.
Góðgerlabankinn
Við getum hugsað okkur meltinguna sem góðgerlabanka. Sýklalyf taka óeðlilega mikið út úr bankanum á stuttum tíma svo reikningurinn tæmist. Ef við leggjum ekki inná hann aftur geta alls konar hvimleið einkenni komið fram.
Hvernig virkar For those on antibiotics frá Optibac?
Blandan er sérstaklega saman sett fyrir fólk sem þarf að taka sýklalyf. Í henni eru 2 tegundir góðgerla sem rannsóknir hafa sýnt að eru harðgerðir og geta lifað af ferðalagið í gegn um meltinguna samhliða inntöku sýklalyfja. Þetta eru einstakir eiginleikar og er þetta í raun eina blandan á markaði sem má taka á sama tíma og sýklalyf án þess að það hafi slæm áhrif á virknina. Gerlarnir í hylkjunum leggja inn í góðgerlabankann um leið og sýklalyfin taka út af honum. Þannig má koma í veg fyrir að reikningurinn tæmist alveg.
Hver er ávinningurinn?
Fyrst og fremst að koma í veg fyrir eða draga verulega úr meltingarvandamálum af völdum sýklalyfjanna. Þegar meltingin helst nokkuð góð er fólk yfirleitt enn fljótara að ná sér. Auk þess eykur það líkurnar á því að fólk klári sýklalyfjaskammtinn sem er auðvitað mjög mikilvægt. Sumir gefast upp á sýklalyfjakúrum áður en þeim líkur vegna mikilla meltingartruflana. Þegar kúrinn er ekki kláraður eykur það líkur á því að ekki náist að ráða niðurlögum sýkingarinnar. Þá getur fólk lent í enn verri málum en í upphafi og þurft að fara á endurtekna lyfjakúra.
Hvernig á að taka blönduna?
1 hylki á dag í 10 daga samhliða sýklalyfjakúr. Má taka á sama tíma og sýklalyfin, engin þörf á því að láta líða nokkra klukkutíma á milli. Eftir þessa 10 daga er gott að halda áfram að taka inn góða gerla til að byggja þarmaflóruna sem best upp að nýju. For every day blandan frá Optibac er t.d. góður kostur. Einnig er mikilvægt að huga að mataræðinu. Borða t.d. nóg af grænmeti, ávöxtum, heilkornum, hnetum, fræjum og öðru sem er trefja- og næringarríkt. Einnig er hægt að bæta inn sýrðum matvælum eins og súrkáli, miso og hreinu jógúrti.
Hverjir mega taka For those on antibiotics?
Blönduna má gefa öllum frá 1 árs aldri sem þurfa að taka inn sýklalyf. Ef fólk hefur alvarlega sjúkdóma, ónæmisbælingu, krabbamein, meltingarfærasjúkdóma eða annað er auðvitað best að ráðfæra sig við lækni fyrir inntöku. Fyrir börn má opna hylkin og blanda innihaldinu í vatn, mjólk, safa eða aðra kalda fæðu.
Heimild; www.heilsa.is
Mynd: Tatiana Popova, www.123rf.com