Xaluprine
Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Merkaptópúrín
Markaðsleyfishafi: Nova Laboratories Ireland Limited | Skráð: 9. mars, 2012
Xaluprine er krabbameinslyf notað við bráðu eitilfrumuhvítblæði. Verkunarmáti merkaptópúrín, sem er virka efnið í Xaluprine, er nokkuð óljós en vitað er að lyfið hindrar framleiðslu á kjarnsýrum. Einungis læknar með sérþekkingu á blóðsjúkdómum ættu að hefja meðferð með lyfinu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru einstaklingsbundnar. Lyfið á að taka á kvöldin og eftir að skammtur er tekinn skal drekka vatn.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Persónubundið.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið má ekki taka með mjólkurvörum, lyfið þarf að taka 1 klst. fyrir eða 2 klst. eftir neyslu mjólkurafurða.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymslutími lyfsins eru 56 dagar eftir að glasið er opnað.
Ef skammtur gleymist:
Láttu lækni vita. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu strax samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf grannt með blóðhag og lifrarstarfsemi meðan á meðferð stendur.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru skammtaháð áhrif á beinmerg.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Lystarleysi, niðurgangur | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot og kláði | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Sýking, hiti, vanlíðan | |||||||
Óvenjulegir marblettir |
Milliverkanir
Það má ekki gangast undir bólusetningu með bóluefni gegn gulusótt.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Allopurinol Alvogen
- Asacol
- Cotrim
- Dipentum
- Eusaprim
- Febuxostat Krka
- Febuxostat Medical Valley
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Pentasa
- Pentasa Sachet
- Salazopyrin
- Salazopyrin EN
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir nýlega fengið bólusetningu
- þú hafir fengið hlaupabólu, ristil eða lifrarbólgu B
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í blóðsjúkdómum mega ávísa þetta lyf.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.