SmofKabiven Elektrolytfri
Lausnir til næringar í æð | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Blöndur
Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi AB | Skráð: 28. maí, 2008
SmofKabiven er lausn sem inniheldur næringarefni og er gefið í æð þeim sem eru ófærir um að neyta hefðbundins matar. SmofKabiven inniheldur amínósýrur, fitu og glúkósa.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innrennslislyf.
Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er gefið með hægu innrennsli í bláæð. Skammtur SmofKabiven fer eftir líkamsþyngd og líkamsstarfsemi.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ólíklegt er að of mikið sé gefið af innrennslinu þar sem læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hafa eftirlit með þér á meðan meðferðinni stendur. Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðing vita ef þú heldur að þú hafi fengið of mikið af SmofKabiven.
Langtímanotkun:
Við langtíma næringargjöf í bláæð þarf að huga að skömmtun snefilefna þar sem aukinn þvagútskilnaður snefilefnanna kopars og sinks fylgir í kjölfar innrennslis amínósýra í bláæð.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Höfuðverkur, þreyta | ![]() |
![]() |
|||||
Magaverkur, ógleði | ![]() |
![]() |
|||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Lítillega hækkaður líkamshiti | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Og þá sérstaklega heparín, warfarín eða insúlín.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
- þú sért með háa blóðfitu
- þú sért með sýkingu
- þú sért með ofnæmi fyrir eggjum
- þú sért með ofnæmi fyrir hnetum og soja
- þú sért með blóðstorknunarsjúkdóm
- líkami þinn inniheldur of mikinn vökva (ofvökvun)
- þú sért með ofnæmi fyrir fiski
Meðganga:
Upplýsingum um notkun SmofKabiven á meðgöngu er ábótavant. Því á ekki að gefa konum SmofKabiven á meðgöngu nema læknir telji að nauðsyn beri til.
Brjóstagjöf:
Upplýsingum um notkun SmofKabiven meðan á brjóstagjöf stendur er ábótavant. Því á ekki að gefa konum SmofKabiven meðan á brjóstagjöf stendur nema læknir telji að nauðsyn beri til.
Börn:
Lyfið er ætlað börnum frá 2 ára aldri.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.