Peditrace

Elektrólýtar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Blöndur

Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi AB | Skráð: 2. mars, 1978

Peditrace er lausn sem inniheldur zink, kopar, mangan, selen, flúor, joð, natríum og kalíum. Peditrace er notað til að bæta upp skort á snefilefnum hjá börnum þegar nauðsynlegt er að gefa næringu í æð.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslislausn.

Venjulegar skammtastærðir:
Fyrir ungbörn og börn upp að 15 kg að þyngd er ráðlagður skammtur 1 ml Peditrace/kg líkamsþunga/sólarhring.

Geymsla:
Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Má ekki frjósa.


Aukaverkanir

Yfirborðsbláæðabólga hefur komið fram þegar Peditrace er gefið með glúkósa innrennsli.


Milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf eru ekki þekktar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.