Pergoveris

Frjósemislyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Follitrópín alfa Lutrópín alfa

Markaðsleyfishafi: Merck Europe B.V. | Skráð: 8. maí, 2017

Pergoveris er ætlað til að örva þroskun eggbúa hjá fullorðnum konum sem hafa skort á ,,eggbúsörvandi hormóni“ (FSH) og ,,gulbúsörvandi hormóni“ (LH) og eru þá vanalega ófrjóar. Lyfið inniheldur tvö efni, follitrópín alfa og lútrópín alfa, sem að líkjast náttúrulegu hormónunum FSH og LH. Follitrópín alfa örvar myndun eggja og Lútrópín alfa örvar losun eggja. Með því að koma í stað hormónanna sem vantar gerir Pergoveris það að verkum að eggbú þroskast hjá konum með lág gildi FSH og LH.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundið.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa. Eftir að umbúðir eru opnaðar má geyma áfyllta lyfjapennann að hámarki í 28 daga utan kælis (við 25°C).

Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækni ef skammtur gleymist. Ekki má nota tvöfaldan skammt ef skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Áhrif oskömmtunar eru ekki þekkt. Hafið samband við lækni eða sjúkrahús.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar. Meðfeðrarlengd er einstaklingsbundin.


Aukaverkanir

Lyfið getur valdið staðbundnum óþægindum á stungustað eins og marblettum, sársauka, roða, bólgu og kláða en oftast eru þessi einkenni væg og tímabundin.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Eymsli og verkir í brjóstum          
Höfuðverkur          
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur        
Óþægindi á stungustað          
Bráðaofnæmisviðbrögð/lost, ofsakláði        
Blöðrur á eggjastokkum          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með krabbamein í legi eða brjóstum
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
  • þú sért með blöðrur á eggjastokkum eða stækkaða eggjastokka
  • þú sért með heilaæxli eða annað æxli í miðtaugakerfinu

Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulega ekki notað.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Áfengi getur þó valdið fósturskaða og er því ekki talið æskilegt að neyta áfengis á meðan meðferð stendur yfir.

Íþróttir:
Lyfið er eingöngu bannað hjá körlum, í og utan keppni.

Annað:
Auknar líkur eru á fjölburaþungun sem og fósturláti við notkun á frjósemislyfjum. Einungis sérfræðilæknar í kvensjúkdómum með þekkingu á frjósemisvandamálum mega ávísa lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.