Bemfola
Frjósemislyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Follitrópín alfa
Markaðsleyfishafi: Gedeon Richter Plc
Bemfola er notað við ófrjósemi karla og kvenna. Lyfið, sem er svokölluð FSH-sprauta (gulbúsörvandi hormón), örvar vöxt og þroska eggbúa hjá konum. Sé það gefið körlum eykst sæðismyndun hjá þeim. Það er framleitt með erfðatækni og hefur sömu áhrif og það hormón sem stjórnar þessu ferli í líkamanum undir venjulegum kringumstæðum. Ferlið fyrir glasafrjóvgun er í stuttu máli eftirfarandi. Byrjað er á því að slökkva á hormónakerfi konunnar sem stjórnar starfsemi eggjastokkanna. Ef blóðprufa sýnir að sú aðgerð hafi virkað er konunni gefnar FSH-sprautur, en þetta lyf örvar eggjastokkana. Þegar viðunandi svörun hefur verið náð er konunni gefin hCG-sprauta til að ljúka eggþroskanum. Eggheimta er þá framkvæmd og sæði mannsins og eggjum konunnar blandað saman. Ef egg frjóvgast er fósturfærsla framkvæmd en þá er fósturvísum komið fyrir í legi konunnar. Þungunarpróf eru gerð á blóðsýni tveimur vikum eftir eggheimtu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð.
Venjulegar skammtastærðir:
Konur: Einstaklingsbundið. Karlar: 150 a.e. 3svar í viku í a.m.k. 4 mánuði.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum, varið ljósi og á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymsluþol lyfsins við stofuhita er 28 dagar. Lyfið má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækni ef skammtur gleymist. Ekki má nota tvöfaldan skammt ef skammtur gleymist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef stórir skammtar eru gefnir eða ef vart verður við einkenni eins og kviðverki, þanin kvið, ógleði, uppköst, niðurgang, þyngdaraukningu eða mæði skal hafa samband við lækni eins fljótt og hægt er. Einnig ef vart verður við einhver önnur óvenjuleg einkenni.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar. Hver meðferð tekur innan við mánuð hjá konum og 4-18 mánuði hjá körlum.
Aukaverkanir
Lyfið getur valdið staðbundnum óþægindum á stungustað eins og marblettum, sársauka, roða, bólgu og kláða en oftast eru þessi einkenni væg og tímabundin.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bólur í húð | ![]() |
![]() |
|||||
Höfuðverkur | ![]() |
![]() |
|||||
Karlar: | |||||||
Konur: | |||||||
Kvenleg brjóst | ![]() |
![]() |
|||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Óþægindi á stungustað | ![]() |
![]() |
|||||
Uppþemba | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði | ![]() |
![]() |
|||||
Verkir á mjaðmasvæði | ![]() |
![]() |
|||||
Þyngdaraukning | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulega ekki notað.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Áfengi getur þó valdið fósturskaða og er því ekki talið æskilegt að neyta áfengis á meðan meðferð stendur yfir.
Íþróttir:
Lyfið er eingöngu bannað hjá körlum, í og utan keppni.
Annað:
Auknar líkur eru á fjölburaþungun sem og fósturláti við notkun á frjósemislyfjum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.