Nicorette Fruktmint (Heilsa)
Lyf gegn fíkn | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Nikótín
Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark | Skráð: 12. júní, 2024
Nikótínlyf eru notuð sem hjálpartæki til að auðvelda fólki að hætta að reykja eða til að draga úr reykingum. Ef nikótínþörf er mikil getur verið erfitt að hætta reykingum skyndilega. Lyfin skila nikótíni hægt út í blóðið, mun hægar og í minna magni en þegar reykt er en það dugar til þess að slá á helstu fráhvarfseinkenni reykinga. Nicorette er til í mörgum lyfjaformum. Forðaplásturinn (Invisi) skilar frá sér nikótíni jafnt og þétt. Nefúðinn og munnholsúðinn (QuickMist) eru skjótvirkustu lyfjaformin og eru ætluð þeim sem eru mjög háðir reykingum og kjósa skjót áhrif. Tyggigúmmíið (Classic, Freshmint, Fruitmint og Whitemint) er lyfjaform þar sem notandinn stjórnar sjálfur skömmtuninni. Lyfið frásogast um slímhúð í munni. Innsogslyf er eina lyfjaformið sem hjálpar þeim sem líka eru háðir vananum. Nikótínið frásogast um slímhúð í munni og jafngildir eitt rör þremur sígarettum. Tungurótartöflur (Microtab Classic) og munnsogtöflur (Cooldrops) frásogast einnig um slímhúð í munni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Tyggigúmmí.
Venjulegar skammtastærðir:
2-4 mg í senn eftir þörfum allt að 24 sinnum á dag. Tyggja skal hægt og láta tyggigúmmíið liggja í munninum þess á milli.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
20-30 mín.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin. Forðast skal neyslu á súrum drykkjum 15 mín. fyrir notkun.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað eftir þörfum.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar ekki er lengur þörf á því.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Mjög stórir skammtar geta valdið ógleði, svitaköstum, æsingi og hröðum hjartslætti. Hafið samband við lækni ef stórir skammtar eru teknir.
Langtímanotkun:
Nikótínlyf eru aðeins ætluð til tímabundinnar notkunar á meðan reykingum er hætt. Notkun í nokkra mánuði í senn er án vandkvæða. Venjulega er mælt með a.m.k. 3ja mánaða meðferð en ekki er mælt með lengri notkun en í 1 ár.
Aukaverkanir
Almennar aukaverkanir lyfsins, s.s. höfuðverkur og ógleði, eru sömu einkenni og koma fram við reykingar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin munnvatnsframleiðsla | |||||||
Eymsli í munni og koki, hiksti | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Hósti | |||||||
Höfuðverkur, svimi | |||||||
Ógleði, uppköst, óþægindi frá meltingarvegi | |||||||
Svefnleysi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Þær breytingar sem verða á líkamanum við að hætta að reykja, með eða án meðferðar með lyfinu, geta haft áhrif á virkni annarra lyfja. Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að breyta skömmtum. Ræddu við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert í vafa.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með magasár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú sért með æxli í nýrnahettum
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með stækkaðan skjaldkirtil
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að nikótín hafi áhrif á fóstur. Ekki nota lyfið á meðgöngu nema í samráði við lækni. Hafa ber í huga skaðsemi reykinga fyrir fóstur.
Brjóstagjöf:
Nikótín berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Fíknarvandamál:
Nicorette Fruitmint getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.
Annað:
Ráðgjöf og leiðsögn eykur líkur á árangri.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.