Matever
Flogaveikilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Levetírasetam
Markaðsleyfishafi: Pharmathen | Skráð: 1. febrúar, 2012
Matever er notað við flogaveiki. Flogaveiki er tilkomin vegna heilaskaða eða hún gengur í erfðir. Undirtegundir flogaveiki hafa verið flokkaðar eftir einkennum sem flogunum fylgja og breytingum sem verða á heilastarfsemi á meðan flogin ganga yfir. Flogaveikiseinkenni stafa af óeðlilega mikilli virkni taugafrumna í heila og hárri tíðni taugaboða. Breytingarnar geta verið bundnar við lítinn hluta heilans (hlutaflog) eða náð yfir stóran hluta hans (alflog). Verkunarmáti levetírasetams, virka efnis lyfsins, er ekki þekktur að fullu. Lyfið er notað eitt og sér gegn hlutaflogum eða sem stuðningsmeðferð með öðrum flogaveikilyfjum. Einnig kemur lyfið til greina í meðhöndlun á kippaflogum (tonic-clonic seizures og myoclonic seizures).
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 250-1500 mg í senn 2svar á dag. Börn: 10-30 mg á hvert kg líkamsþyngdar í senn 2svar á dag. Töflurnar gleypist með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Verkunartími:
U.þ.b. 12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Hafðu samband við lækni ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt, sérstaklega ef skammtar eru ekki minnkaðir smám saman. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráð við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Alvarlegar aukaverkanir lyfsins eru sjaldgæfar. Algengustu aukaverkanir eru svefnhöfgi, þróttleysi og sundl. Aukaverkanir hafa tilhneigingu til að minnka eftir því sem meðferðartíminn eykst. Fái sjúklingur flogakast, sem tekur lyfið reglulega við flogaveiki, skal hafa samband við lækni strax.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Athyglisbrestur, minnisskerðing | |||||||
Aukinn hósti | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Höfuðverkur, vöðvaverkir | |||||||
Krampar, skjálfti, ósamhæfðar hreyfingar | |||||||
Lystarleysi, þyngdaraukning | |||||||
Meltingartruflanir, niðurgangur | |||||||
Ógleði, uppköst, kviðverkir | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Sjúkleg hreyfingaþörf | |||||||
Skapgerðarbreytingar, þunglyndi, svefnleysi | |||||||
Svefnhöfgi, þróttleysi og sundl | |||||||
Svimi, jafnvægisraskanir | |||||||
Sýkingar | |||||||
Útbrot |
Milliverkanir
Engar milliverkanir við önnur lyf eru þekktar. Inntaka ginkgo biloba og/eða kvöldvorrósarolíu með levetírasetam er ekki ráðlögð vegna aukinnar flogahættu.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Movicol
- Movicol Junior (Heilsa)
- Movicol Junior Neutral
- Moviprep
- Plenvu
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú eigir við þunglyndi að stríða
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 16 ára í einlyfjameðferð. Töflurnar henta ekki börnum yngri en 6 ára.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir vegna skertrar nýrnastarfssemi í eldra fólki.
Akstur:
Lyfið getur hægt á viðbrögðum og skert athygli. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið. Áfengi getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.