Plenvu
Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Makrógól
Markaðsleyfishafi: Norgine | Skráð: 16. október, 2017
Plenvu er hægðalyf. Það er ætlað fullorðnum 18 ára og eldri fyrir sérhverja klíníska rannsókn þar sem hreinir þarmar eru nauðsyn. Plenvu hreinsar þarmana með því að valda niðurgangi. Plenvu kemur í 3 aðskildum skammtapokum. Fyrsti skammturinn er í einum poka og annar skammturinn er í tveimur skammtapokum, A og B.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúruduft, lausn
Venjulegar skammtastærðir:
Meðferðina má taka annað hvort sem eins dags eða tveggja daga áætlun, eins og lýst er að neðan:
1. Eins dags áætlun: Skammtur 1 og skammtur 2 teknir morguninn sem rannsóknin er gerð; skal taka seinni
skammtinn að minnsta kosti 2 klukkustundum eftir að inntaka fyrri skammtsins hófst. Eða skammtur 1 og skammtur 2 teknir að kvöldi daginn fyrir rannsókn; skal taka seinni skammtinn að minnsta kosti 2 klukkustundum eftir að inntaka fyrri skammtsins hófst.
2. Tvegga daga áætlun: Skammtur 1 tekinn kvöldið fyrir rannsókn og skammtur 2 að morgni daginn sem rannsóknin er gerð um það bil 12 klukkustundum eftir að inntaka fyrri skammtsins hófst.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fáeinir klukkutímar.
Verkunartími:
Fáeinir klukkutímar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki drekka áfengi, mjólk, neitt sem litað er rautt eða fjólublátt (t.d. sólberjasafa) eða aðra drykki sem innihalda aldinkjöt. Ekki borða meðan Plenvu er tekið og ekki fyrr en eftir rannsókn.
Ef þú tekur Plenvu daginn fyrir rannsókn eða tveggja daga áætlun verður að hafa liðið að minnsta kosti 3 klst. frá mat áður en þú byrjar að taka Plenvu og eftir það máttu eingöngu drekka tæra vökva. Ef þú tekur lyfið að morgni rannsóknardags máttu fá tæra súpu og/eða hreint jógúrt í kvöldmat (sem skal vera lokið um það bil kl. 20.00). Þú mátt eingöngu drekka tæra vökva frá því eftir kvöldmat kvöldið fyrir rannsókn.
Neyslu alls vökva skal stöðva að minnsta kosti 2 klukkustundum fyrir rannsókn ef hún er gerð í svæfingu, eða 1 klukkustund fyrir rannsókn ef hún er gerð án svæfingar.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulegir ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru vægar og tiltölulega sjaldgæfar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttarónot | |||||||
Magaverkir | |||||||
Mæði eða útbrot og kláði | |||||||
Ógleði | |||||||
Sundl, Höfuðverkur, Uppköst |
Milliverkanir
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð (getnaðarvarnarlyf meðtalin). Lyf til inntöku um munn gætu skolast í gegnum meltingarveginn og frásogast hugsanlega ekki fyllilega þegar þau eru tekin einni klukkustund fyrir, samtímis og einni klukkustund eftir að þú hefur tekið Plenvu. Ef þú notar getnaðarvarnartöflur gætir þú þurft að nota auk þess aðrar getnaðarvarnir (t.d. smokk) til að koma í veg fyrir þungun.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með einhverja meltingarkvilla
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Einungis skal nota lyfið ef læknirinn telur það nauðsynlegt.
Brjóstagjöf:
Einungis skal nota lyfið ef læknirinn telur það nauðsynlegt.
Börn:
Börn yngri en 18 ára skulu ekki nota Plenvu.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Plenvu hefur ekki áhrif á hæfni þína til aksturs eða notkunar véla.
Áfengi:
Það má ekki drekka áfengi á meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Ef þú hefur ekki haft hægðir innan við 6 klukkustundum eftir töku Plenvu skaltu hætta inntöku og hafa tafarlaust samband við lækninn.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.