Livostin (Heilsa)
Neflyf | Verðflokkur: 0 | Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu
Virkt innihaldsefni: Levókabastín
Markaðsleyfishafi: McNeil Sweden | Skráð: 1. október, 1991
Livostin er notað við ofnæmi. Levókabastín, virka efni lyfsins, hindrar áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það boðefni sem veldur helstu einkennum ofnæmis. Lyfið er aðeins notað staðbundið við ofnæmiseinkennum í nefi og augum þar sem það slær á bólgur, ertingu og rennsli vegna ofnæmis. Verkun lyfsins kemur mjög fljótt fram.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Augndropar og nefúði.
Venjulegar skammtastærðir:
Augndropar: 1 dropi í hvort auga 2svar á dag, hámark 4 sinnum á dag. Hrista skal flöskuna fyrir notkun. Nefúði: 2 úðaskammtar í hvora nös 2svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 15 mín.
Verkunartími:
Nokkrar klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Augndropa skal nota innan 4ra vikna frá því að innri umbúðir eru opnaðar.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað eftir þörfum.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Staðbundin bólga eða kláði | |||||||
Staðbundin erting |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alutard SQ, birkifrjo
- Alutard SQ, derm. pter.
- Alutard SQ, hundahar
- Alutard SQ, kattahar
- Alutard SQ, vallarfoxgras
- Grazax
- Soluprick Negativ kontrol
- Soluprick Positiv kontrol
- Soluprick SQ ALK108 - Birkifrjó
- Soluprick SQ ALK225 - Vallarfoxgras
- Soluprick SQ ALK504 - Rykmaur
- Soluprick SQ ALK552 - Hrossaværur
- Soluprick SQ ALK553 - Hundahár
- Soluprick SQ ALK555 - Kattahár
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með nýrnasjúkdóm
Meðganga:
Lyfið má nota á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Í stöku tilfellum hefur notkun nefúðans skert viðbragðsflýti. Eins og á við um önnur augnlyf getur notkun augndropa valdið tímabundnum sjóntruflunum. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.