Leghálskrabbamein
Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella.