Svefnráð fyrir yngstu börnin

Almenn fræðsla Innri ró Svefn

Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefnvandamál sem undirsérgrein, gaf foreldrum barna á fyrsta aldursárinu góð ráð í gegnum lifandi streymi á facebook síðu Lyfju 2021.

Arna er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og hefur tekið á móti þúsundum barna og foreldra sem leitað hafa til hennar með margvísleg svefnvandamál og fyrirspurnir. Árið 2006 sendi hún frá sér bókina Draumaland, svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára og hefur sú bók átt miklum vinsældum að fagna hér heima síðan, hún hefur einnig verið þýdd á fjölmörg tungumál.

Arna gaf einnig út bókina Veganesti árið 2011 sem er um næringu barna fyrstu árin. Á síðasta ári var gefin út endurbætt útgáfa af Draumalandi fyrir 0-6 ára þar sem fjallað er um svefn en einnig um persónugerðir, nánd og margt fleira er snertir uppeldi og þroska.

1350x350_svefn

Mynd: Fé Ngô frá Unsplash