Svefnlyf
Við langvarandi notkun minnka heildargæði svefns vegna minni endurnærandi djúpsvefns og REM svefns. Þetta slævir minni og einbeitingu og eykur þreytu yfir daginn. Auknar líkur er á byltum, brotum og slysum, bæði heima fyrir og sér í lagi í umferðinni.
RÉTT NOTKUN
Svefnlyf geta nýst vel við ákveðnar aðstæður til að rjúfa vítahring skammtímasvefnleysis. Meðferðartími skal vera eins skammur og hægt er og ekki lengur en í 2-4 vikur samfleytt.
Notkun svefnlyfja og slævandi lyfja getur leitt til líkamlegrar og andlegrar ávanabindingar. Svefnlyf eru ekki ætluð til langtímanotkunar. Hætta á ávanabindingu eykst með aukinni meðferðarlengd og lyfin fela einkenni án þess að leysa undirliggjandi vandamál.
HVERNIG HÆTTI ÉG INNTÖKU?
Ef lyfin hafa eingöngu verið tekin inn til skamms tíma, í 2-4 vikur, ætti ekki að vera vandamál að hætta inntöku án niðurtröppunar.
Ef inntöku róandi lyfja eða svefnlyfja er hætt snöggleg eftir langvarandi notkun getur það valdið óþægilegum fráhvarfseinkennum. Til að forðast það ætti að minnka skammtinn smám saman. Hægt er að leita til læknis eða lyfjafræðings til að nálgast ráðleggingar til að trappa lyfin niður. Einnig er hægt að nálgast þjónustu
hjá Prescriby í Efstaleiti 7, sími 769 3232. Þar starfa lyfjafræðingar sem sérhæfa sig í að þjónusta niðurtröppun á eftirfarandi lyfjum:
- Svefnlyfjum
- SSRI/SNRI
- Ópíóíðum
- Bensódíasepínum
Ráð og fræðsla til að stuðla að bættum svefni má finna hér.
VÖRUR SEM GÆTU GAGNAST
- Magnesium Glycinat stuðlar að eðlilegri slökun vöðva og getur bætt svefn.
- Sefitude er jurtalyf sem getur stytt tímann sem það tekur að sofna. Hjálpar til við að ná ró og sofna.
- Melatónín er hormón sem stillir dægursveiflur og getur hjálpað til við svefn.
SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, lyfjatæknar, hjúkrunarfræðingar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Við erum einnig til taks á netspjalli Lyfju alla daga frá 10–22. Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.