Samheita­lyf

Almenn fræðsla Lausasölulyf

Lyfjaverð hefur lækkað um helming að raunvirði frá síðustu aldamótum. Lyfja býður lágt lyfjaverð um allt land og vill hjálpa þér að draga enn frekar úr lyfjakostnaði

LYF_pilla-or_1200x500

Lyfjafræðingar Lyfju hjálpa þér að draga úr lyfjakostnaði meðal annars með því að bjóða þér ódýrasta valkostinn hverju sinni. Það getur verið annað heiti en læknirinn þinn hefur ávísað, stundum kallað samheitalyf, en þau innihalda öll sama virka innihaldsefni og finnur fólk því mjög sjaldan einhvern mun. Það er því óþarfi að hræðast það að velja ódýrari valkostinn.

En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf?

Við heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara lyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar hafa ekki tíma til að fylgjast með öllum nýjum lyfjum sem koma á markaðinn og það er því hlutverk lyfjafræðinga í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin.

Hvernig er hægt að vera örugg(ur) með að virkni samheitalyfja sé sú sama?

Það er tryggt með samanburðarrannsóknum sem verður að gera áður en leyfi fæst til að markaðssetja samheitalyfið. Samheitalyfið verður að skila að meðaltali jafnmiklu magni af virka efninu í blóð einstaklinga eins og frumlyfið.

Hvað er hægt að spara mikið með því að nota samheitalyf?

Það er algengt að það muni 1.000-2.000 þúsund krónum á hverjum þriggja mánaða skammti af ódýrasta og dýrasta lyfinu sem hefur sömu virkni, ef þú tektur fjögur lyf að staðaldri en þá gera þetta um 16.000–32.000 þúsund krónur á ársgrundvelli sem þú getur sparað. Það er kjarabót sem þú getur fengið og átt rétt á.

Við mælum með að þú ræðir við lækninn þinn og lyfjafræðing í apótekinu þínu um hvaða lyf hentar þér best.

Vertu velkomin. Við getum aðstoðað.

Grein birt: 26. ágúst 2019