Nýttu þér hjúkrunarþjónustu lyfju

Næring

  • Nyttu-ther-hjukrunarthjonustu

Lyfja veitir viðskiptavinum sínum frábæra hjúkrunarþjónustu í Lyfju Smáratorgi og Lyfju Lágmúla. Það getur nefnilega komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn.

Hjúkrunarfræðingar Lyfju veita viðamikla þjónustu. Þeir taka á móti fyrispurnum um vörur, gera heilsufarsmælingar, fjarlægja sauma, sjá um sprautur og kenna notkun á hjúkrunarvörum. Þá býðst einnig að fá að-stoð við að fylla út endurnýjunarbeiðni fyrir tryggingatengdar vörur og gengið úr skugga um að skírteini séu í gildi.  

Lyfja leggur mikið upp úr því að útvega þær vörur sem viðskiptavinir biðja um þannig að viðskiptavinurinn geti fengið allar vörurnar sínar á einum stað, svo hann þarf ekki að hlaupa á milli margra útsölustaða.  

Ef þú heldur að hjúkrunarfræðingar Lyfju geti aðstoðað þig þá skaltu ekki hika við að koma í heimsókn því þjónustan er öllum opin og tekið er vel á móti öllum spurningum og óskum um aðstoð. 

Nýir blóðsykursmælar 

Ihealth-blodsykursmaelar

Nú fást í Lyfju nýir blóðsykursmælar sem aðstoða þig við að taka blóðsykurinn föstum tökum, og henta því sykursjúkum sérlega vel. Þetta eru iHealth mælarnir og eru þeir notaðir með snjalltækjum hvort sem er spjaldtölvu eða síma og tengjast flestum nýjum tækjum. 

iHealth blóðsykursmælarnir bjóða upp á mjög skemmtilega og þægilega nálgun í utanumhaldi á blóðsykursmælingum. Nú þarf ekki lengur að skrifa niður allar mælingar og halda dagbók þar sem allar mælingarnar geymast sjálfkrafa í snjallforriti eða skýi í tölvunni. Forritið birtir línulega þróun og auðvelt er að fylgjast með og setja sér markmið um hæstu og lægstu gildi blóðsykurs. Hægt er að skrifa athugasemdir við hverja mælingu t.d. tengdar mataræði, hreyfingu og lyfjagjöf og senda frá sér mælingarnar með tölvupósti. 

Hjúkrunarfræðingar Lyfju veita nánari upplýsingar um þessa frábæru nýjung í blóðsykursmælingum.