Hrein vara | Breyting á vottunarferlinu
Í ljósi breyttra upplýsinga afturköllum við vottun okkar á þeim vörum sem ekki teljast til húð- eða snyrtivara. Um er að ræða vörur eins og t.d. snuð, mexíkanahatta og andlitssteina. Ástæðan er sú, að vottunarferlið er ekki í samræmi við eðli þessara hluta.
Mat á eituráhrifum slíkra hluta krefst nákvæmra upplýsinga um innihaldsefnin eða efnin sem notuð eru við framleiðslu þeirra.
Í ljósi þessara áskorana og þeirrar staðreyndar að hættan á eituráhrifum við notkun þessara vörutegunda er ýmist lítil eða engin í flestum tilfellum, þá hefur verið tekin ákvörðun um að einblína á húð- og snyrtivörur einungis og draga þar af leiðandi vottanir á öðrum vörum til baka.
Kynntu þér Hrein Vara í Lyfju nánar hér