Heyrnarmæling með AirPods Pro 2
Mældu heyrnina með iPhone eða iPad. Heyrnarskerðing er algeng og getur versnað með tímanum. Með heyrnarmælingu með Airpods Pro 2 heyrnartólunum getur þú komist að því hvort þú sért að tapa heyrn. Heyrnarmælingin sýnir einnig hvernig eyrun nema mismunandi tíðni hljóða, mæld í desíbelum (dBHL). Þegar þú hefur lokið við heyrnarmælinguna færð þú niðurstöður og ráðleggingar um næstu skref.
Þetta þarft þú að hafa hafa til þess að framkvæma heyrnarmælinguna þarft þú AirPods Pro 2 heyrnartól með nýjustu uppfærslu pöruð við Iphone eða Ipad sem keyrt er á iOS eða iPadOS 18.1 stýrikerfi eða nýrra.
- Svona finnur þú út hvaða tegund af Airpods þú ert með
- Listi yfir lönd og landsvæði sem hægt er að framkvæma heyrnarmælinguna í
Undirbúningur fyrir mælinguna
Til þess að heyrnarmælingin heppnist vel þarftu að vera viss um að AirPods heyrnartólin séu staðsett þétt inni í eyrunum. Til þess að ganga úr skugga um að heyrnartólin passi almennilega getur þú prófað þau með Ear tip Fit Test aðeins á iPhone eða iPad. Heyrnarmælingin mælir einnig hvernig heyrnartólin passa. Ef þú færð athugasemd um að þú eigir að aðlaga eða prófa aðra tappa, getur þú:
- Prófað aðra stærð af AirPods Pro 2 töppum. Mismunandi silíkontappar fylgja í fjórum stærðum, þú getur því valið þá sem passa best. Slíkir tappar fylgja AirPods Pro 2, en þú getur einnig pantað nýjan pakka með eyrnatöppum.
- Hreinsað AirPods Pro heyrnartólin. Óhreinindi geta haft áhrif á það hvort heyrnartólin passi í eyrun. Mælt er með að hreinsa heyrnartólin reglulega svo niðurstöður verði eins nákvæmar og mögulegt er.
Niðurstöður geta skekkts ef eitthvað af þessu á við um þig:
- Ef þú hefur verið með kvef, ennisholubólgu eða eyrnabólgu síðastliðinn sólarhring.
- Ef ofnæmi er að hrjá þig.
- Ef þú hefur verið í háværu umhverfi, eins og á tónleikum, síðastliðinn sólarhring.
Finndu hljóðlátan stað til að framkvæma heyrnarmælinguna
Heyrnarmælingin inniheldur fjölbreytta tóna við mismunandi, og stundum mjög lágan hljóðstyrk, með tíðni sem er á bilinu 250 Hz til 8 kHz. Til að tryggja nákvæmar niðurstöður er mikilvægt að framkvæma heyrnarmælinguna í rólegu umhverfi allan tímann. Þú getur framkvæmt hana heima hjá þér þegar þú hefur um fimm mínútur út af fyrir þig án truflunar frá fólki eða umhverfishljóðum.
Framkvæmdu heyrnarmælinguna
Heyrnarmælingin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri og tekur u.þ.b. fimm mínútur.
- Vertu viss um að Airpods heyrnartólin séu nægilega hlaðin og þú sért í hljóðlátu rými.
AirPods heyrnartólin þurfa að vera hlaðin til að Hearing Aid stillingin virki almennilega. Þegar rafhlaðan er að klárast heyrir þú tón í einu eða báðum AirPods heyrnartólunum og færð tilkynningu. Þú heyrir tóninn einu sinni þegar rafhlöðuprósentan er 10 prósent og í annað sinn rétt áður en AirPods heyrnartólin slökkva á sér. Kynntu þér hvernig eigi að hlaða AirPods og hleðsluhulstrið þeirra og hvernig þú getur lengt rafhlöðuendingu fyrir AirPods heyrnartólin hér. - Þegar þú ert búin að setja AirPods í eyrun og búin að para heyrnartólin við iPhone eða iPad, ferð þú í Settings > your AirPods. Þú getur einnig framkvæmt heyrnarmælingu með Health appinu.
- Ýttu á „Take a Hearing Test“ og fylgdu leiðbeiningunum:
a. Ef appið biður um prufukeyrslu, settu AirPods aftur í hulstrið, lokaðu því og ýttu á „OK“. Ýttu á „Take a Hearing Test“ þegar prufukeyrslunni er lokið.
b. Ef appið biður um að finna hljóðlátt rými, slökktu þá á öllum tækjum í rýminu, eins og loftkælingu eða viftum sem gætu valdið hávaða, eða taktu prófið að kvöldi til þegar dregið hefur úr umhverfishljóðum eins og umferðarnið. Heyrnarmælingin nemur umhverfishljóð og lætur vita þegar það er nógu hljótt til að hefja mælinguna.
c. Ef það kemur athugasemd um að það þurfi að skipta um tappa, prófaðu þá aðra stærð.
d. Ef það kemur athugasemd um að það þurfi að hreinsa AirPods Pro heyrnartólin, fylgdu þá hreinsunarleiðbeiningunum fyrir AirPods Pro. - Þegar heyrnarmælingin er hafin, ýttu á skjáinn þegar þú heyrir tón. Í mælingunni eru tónar endurteknir þrisvar sinnum til að gefa þér tíma til að bregðast við tóninum. Þú þarft aðeins að ýta einu sinni þegar þú heyrir tón. Það er í lagi ef þú missir af tóni.
- Ef þú fjarlægir AirPods úr eyrunum eða aðlagar þau (eða þau nema umhverfishljóð), getur heyrnarmælingin stöðvast. Mælingin heldur áfram þegar þú setur AirPods aftur í eyrun eða þegar umhverfishljóðin eru hætt.
Þú færð niðurstöður heyrnarmælingarinnar þegar henni er lokið ásamt ráðleggingum.
Skoðaðu niðurstöður
Þegar lokið hefur verið við mælinguna færð þú niðurstöðurnar í snjalltækið. Niðurstöðurnar sýna heyrnarskerðingu í desíbelum (dBHL), tegund heyrnarskerðingar og ráðlögð næstu skref.
Til að sjá ítarlegt heyrnarmælingarrit, ýttu á „Show Details”. Heyrnarmælingarritið þitt er geymt örugglega í Health appinu, svo þú getur nálgast gögnin hvenær sem er.
Að lesa úr niðurstöðum
Niðurstöðurnar sýna eina tölu fyrir hvert eyra. Sú tala táknar meðaltal heyrnarmarka þinna á tíðni sem er mikilvægust til að greina talað mál. Því hærri sem talan er því hærra þarf hljóð að vera til að þú heyrir það:
- Allt að 25 dBHL bendir til lítillar eða engrar heyrnarskerðingar.
- 26-40 dBHL bendir til vægrar heyrnarskerðingar, þú heyrir orð töluð í venjulegum rómi úr eins metra fjarlægð.
- 41-60 dBHL bendir til miðlungs heyrnarskerðingar, þú heyrir orð töluð með hækkuðum rómi úr eins metra fjarlægð.
- 61-80 dBHL bendir til alvarlegs heyrnarmissis, þú heyrir sum orð þegar þau eru öskruð í eyra þitt.
Til að sjá ítarlegt línurit af heyrnarmörkum þínum í tíðnum sem prófuð voru, ýttu á „Show details“.
Næstu skref
Ef niðurstaðan sýnir væga til miðlungs heyrnarskerðingu geta hjálpartæki eins og heyrnartæki og Media Assist eiginleikinn hjálpað. Ef þú velur að nota Hearing Assistance stillinguna fyrir AirPods getur þú notað gögnin úr heyrnarmælingunni til að stilla hljóðstyrkinn í AirPods heyrnartólunum. Þú getur einnig notað niðurstöður mælinga frá lækni til að setja upp Hearing Assistance stillinguna. Einstaklingar sem eru með verulega eða víðtæka heyrnarskerðingu, eiga í erfiðleikum með að heyra eða finna fyrir skyndilegri breytingu á heyrn ættu að hafa samband við lækni.
Skoða og deila niðurstöðum mælinga í Health appinu
- Þú getur séð niðurstöður heyrnarmælinga í Health appinu og hlaðið niður niðurstöðunum úr appinu og deilt með öðrum, t.d. lækni.
- Opnaðu Health appið í iPhone eða iPad.
- Ef þú ert með iPhone, ýttu á „Browse”. Ef þú ert með iPad, farðu þá á hliðarstikuna.
- Ýttu á „Hearing”. Þar sérð þú töluna úr nýjustu heyrnarmælingunni í Hearing Test Results hlutanum.
- Til að sjá nýjasta línuritið af heyrnarmörkum yfir tíðnisviðið, ýttu á „Hearing Test Result”.
- Skrunaðu niður og ýttu á „Export PDF” til að hlaða niður heyrnarmælingarritinu. Ýttu á „Share” hnappinn og veldu hvað þú vilt gera við PDF-skjalið. Þú getur t.d. deilt því með öðrum í tölvupósti eða skilaboðum, eða vistað í snjalltækinu.
- Til að sjá sögu heyrnarmælinganna, ýttu þá á „Show More Data”.
Lyfja Heyrn
Lyfja Heyrn sérhæfir sig í að verja, mæla og bæta heyrn með framúrskarandi þjónustu löggiltra heyrnarfræðinga og sérþjálfaðs starfsfólks. Í Lyfju Heyrn færð þú hágæða svissnesku Phonak heyrnartækin sérsniðin að þínum þörfum og þinni heyrn. Þú getur skoðað, prófað og keypt heyrnartæki. Við leigjum jafnframt til skemmri tíma heyrnartæki ef þörf er á slíku. Hægt er að fara í einfalda eða ítarlega heyrnarmælingu hjá sérfræðingum okkar. Hjá okkur færðu líka ráðgjöf um vörur sem bæta og vernda heyrn. Bóka tíma
Mynd af síma og airpods: Brandon Romanchuk on Unsplash