Góð ráð fyrir heyrnartæki
Heyrnartæki eru frábær hjálpartæki, þau aðstoða þig við að heyra betur þó tækin komi aldrei alveg í stað eðlilegrar heyrnar. Heyrnartæki hjálpa heyrninni með því að hækka tíðni og tóna sem hafa dalað.
- Gefðu þér tíma til að venjast því að nota heyrnartæki. Það getur tekið tíma að venjast því að heyra hljóð aftur sem þú hefur ekki heyrt í mörg ár.
- Til að heyrnartækin nýtist þér sem best skiptir máli að nota þau daglega, frá morgni til kvölds. Það skilar ekki góðum árangri að nota tækin aðeins „spari“ eða á mannamótum því það tekur okkur tíma að venjast ákveðnum hljóðum og eigin rödd.
- Mismunandi hljómur er í heyrnartækjum og þú gætir þurft að prufa nokkrar tegundir til að finna hljóm sem þér finnst góður.
- Heyrnartæki hjálpa heyrninni en koma aldrei alveg í stað eðlilegrar heyrnar. Gott er því að vera viðbúin að í krefjandi aðstæðum gætir þú enn fundið fyrir skerðingu.
GÓÐ RÁÐ FYRIR HEYRNARTÆKI
Hugsaðu vel um heyrnartækin þín og gættu þess að opin hjá hljóðnemum séu hrein, og/eða síur og slöngur. Eyrnamergur getur stoppað hljóð úr tækinu og þá er eins og heyrnartækið sé bilað og þá virkar tækið ekki rétt.
SÉRFRÆÐINGAR OKKAR ERU TIL STAÐAR FYRIR ÞIG
Við aðstoðum við allt sem snýr að þjónustu heyrnartækja
- Ítarleg mæling fyrir heyrnartæki
- Ráðgjöf við val á heyrnartækjum
- Kennsla í umhirðu heyrnartækja
- Viðgerð og yfirferð heyrnartækja
VIÐ MÆLUM MEÐ
- Reglulegri heyrnarmælingu ef þú finnur fyrir skertri heyrn
- Heyrnarvernd í leik og starfi í háværu umhverfi.
- Að hafa aðstandanda með þér í ferlinu við val á heyrnartæki
- Að hugsa vel um heyrnartækin og halda þeim hreinum fyrir besta virkni
Þú finnur fróðleik og ítarlegar upplýsingar um allt sem snýr að heyrn á lyfjaheyrn.is
Hjá Lyfju Heyrn bjóðum við upp á framúrskarandi þjónustu heyrnarfræðings og sérþjálfaðs starfsfólks við að mæla, bæta og verja heyrn. Í Lyfju Heyrn færð þú heyrnartækin sérsniðin að þínum þörfum. Þú getur einnig skoðað og fengið ráðgjöf um vörur sem bæta og vernda heyrn. Hægt er að fara í einfalda heyrnarskimun, ítarlega heyrnarmælingu og merghreinsun hjá sérfræðingum okkar.