Fjölbreytt fræðsla á Facebook og Instagram
Í janúar, febrúar og mars býður Lyfja uppá fjölbreytta fræðslu á Facebook og Istagramsíðu Lyfu þar sem læknir, sálfræðingur, næringarþerapisti og kynfræðingur fræða okkur um ýmsar hliðar breytingaskeiðs kvenna og karla. Kynntu þér glæsilega dagskrá.
Dagskráin í janúar, febrúar og mars
20. janúar | Breytingaskeið og kvenheilsa
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdómum og fæðingalækningum miðlaði upplýsingum á facebooksíðu Lyfju um kvenheilsu og breytingaskeið á aðgengilegan hátt. Horfðu á fyrirlesturinn hér
3. febrúar | Breytingaskeiðið og líðan karla
Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausnum fjölskyldumiðstöð fjallaðaði um líðan karla í tengslum við hormónabreytingar og sambönd kynjanna á breytingaskeiðinu. Horfðu á fyrirlesturinn hér
9. febrúar | Kynlíf á breytingaskeiðinu
Sigga Dögg kynfræðingur veitti konum og körlum góð ráð þegar kemur að kynheilsu á breytingaskeiðinu. Horfðu á fyrirlesturinn hér
16. febrúar | Spurningar og svör um breytingaskeiðið
Sigga Dögg kynfræðingur og Hanna Lilja sérnámslæknir voru saman í beinu streymi á facebooksíðu Lyfju og svöruðu spurningum tengdum breytingaskeiðinu og kynlífi á þessu tímabili. Horfðu á viðburðinn hér
8. mars | Næring og bætiefni
Sigfríð Eik Arnardóttir næringaþerapisti fjallar um næringu og bætiefni sem geta stuðlað að betri vellíðan og heilsu á breytingaskeiðinu. Horfðu á viðburðinn hér
Kynntu þér allt fræðsluefni um breytingaskeiðið hér
Mynd af kaktus: YUNUS A KHALIFAH on Unsplash