5 góð vítamín og bætiefni fyrir Íslendinga
Við mælum með eftirfarandi bætiefnum sem eru sérvalin til að styðja við þínar þarfir.
D-vítamín
Á norðlægum slóðum getur verið erfitt að uppfylla D-vítamín þarfir okkar einungis í gegnum geisla sólarinnar og fæðu.
Hugsað fyrir bein, tennur, ónæmiskerfið, vöxt og viðhald
- D-vítamín er fituleysanlegt vítamín.
- D-vítamín örvar upptöku á kalki og styður við eðlilega steinefnaþéttni í beinum og tönnum.
- D-vítamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega frumuþróun og styrkir ónæmiskerfið, heilann og taugakerfið.
- Rannsóknir gefa til kynna að skortur á D-vítamíni spili hlutverk í sýkingum eins og sjálfsónæmissjúkdómum og öndunarfærasýkingum.
Mataræði ríkt af D-vítamíni
Þú færð D-vítamín úr:
- feitum fiski
- fiskiolíu
- lifur
- rauðu kjöti
- eggjarauðu
- sveppum.
Húðin framleiðir einnig D-vítamín þegar geislar sólarinnar skína á hana en það fer eftir árstíð, breiddargráðu og litarefni húðarinnar hversu mikið af D-vítamíni við fáum.
Lyfja mælir með:
- Guli miðinn D3 vítamín 2000ae, 120 perlur
- KAL (Solaray) Active Melts D-3 og K-2, 60 litlar töflur
- Terranova vítamín D3 + K2, 1000iu & 50ug 50 hylki
- Valens D2000-vítamín, munnúði 25 ml.
Skoða D-vítamín í netverslun hér
B-vítamín
Hugsað fyrir efnaskiptaheilsu, taugakerfið, líkamlegt og andlegt jafnvægi, húð og hár
- B-vítamín eru vatnsleysanleg vítamín.
- B-vítamínin eru í raun átta talsins og hafa mismunandi hlutverki að gegna.
- B-vítamín eru nauðsynleg niðurbroti á kolvetnum sem líkaminn nýtir í orku.
- B5 er mikilvægt fyrir niðurbrot fitusýra.
- B1, B6 og B12 stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfis og virðast draga úr andlegri og líkamlegri þreytu.
- Inntaka á fólínsýru og B12 vítamíni getur haft áhrif á styrk og heilsu æðaveggja.
- B3 getur stuðlað að heilsu, styrk og jafnvægi húðar og hárs.
Mataræði ríkt af B-vítamíni
Silungur, lax, lifur og nautakjöt innihalda flest B-vítamín og egg inniheldur einnig nokkur B-vítamín. Baunir eins og kjúklingabaunir, linsur og nýrnabaunir eru rík af fólati sem og grænt laufgrænmeti eins og spínat. Kjúklingur inniheldur B3 og B6 vítamín. Jógurt er ríkt af B2 og B12 vítamíni. Einnig eru hnetur og fræ rík af B-vítamínum.
Mikilvægt er fyrir grænmetisætur að huga vel að B12 vítamíni því það finnst nánast eingöngu í kjöti og mjólkurvörum.
Lyfja mælir með
- Guli Miðinn B12 1000mg, 60 sugutöflur
- Guli Miðinn B-súper, 30 töflur
- Valens B12-vítamín, munnúði 25 ml.
- Solaray B-12 Lozenge 1000mcg, 90 hylki
- Guli miðinn B Stress, 100 töflur
Skoða B-vítamín í netverslun hér
Magnesíum Citrate
Hugsað fyrir bein, vöðva, taugakerfi, hjarta- og æðakerfi
- Magnesíum er steinefni.
- Það spilar hlutverk í mörgum lífefnafræðilegum og lífeðlisfræðilegum ferlum líkamans.
- Magnesíum hefur áhrif á blóðþrýsting, eðlilegan hjartslátt, stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfis og hefur áhrif á bein og vöðva líkamans.
- Magnesíum getur haft áhrif á niðurbrot blóðsykurs, aukið insúlínnæmni og er nauðsynlegt orkuframleiðslu líkamans.
- Inntaka á magnesíum getur minnkað fótaóeirð og flýtir fyrir endurheimt vöðva eftir æfingar.
Magnesíum í mataræði
Þú færð magnesíum úr:
- laufmiklu dökkgrænu grænmeti
- baunum
- linsum
- höfrum
- kínóa
- bókhveiti
Kasjúhnetur og brasilíuhnetur ásamt chiafræjum og dökku súkkulaði innihalda mikið magn af magnesíum.
Lyfja mælir með
- Solaray Bio Citrate Magnesium 400mg, 90 hylki
- Guli miðinn Magnesium Citrate, 100 hylki
- KAL (Solaray) Crystal Magnesium duft 600 mg, 225 gr.
Skoða magnesíum í netverslun hér
Ómega-3 fitusýrur
Hugsaðar fyrir hjarta- og æðakerfið, bólgur í líkamanum, augun, andlega heilsu og margt fleira.
- Ómega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir heilsuna en líkami okkar framleiðir þær ekki sjálfur.
- Ómega-3 er nauðsynlegt til að endurnýja frumur sem og til að viðhalda heilbrigðum frumum.
- Ómega-3 er mikilvægt fyrir hormónin sem stjórna blóðstorknun, samdrætti og slökun á slagæðarveggjum.
- Ómega-3 dregur úr hjarta- og æðasjúkdómum og rannsóknir hafa sýnt að það eykur magn af góða kólesterólinu í blóðinu.
- Getur minnkað bólgur í líkamanum og hefur góð áhrif á liðamótin.
- Nauðsynlegt fyrir heilastarfsemina en heilinn er um 60% fita.
- Hjálpar til við að viðhalda sterku ónæmiskerfi.
- Húðin okkar er stærsta líffærið og þarf á ómega-3 fitusýrum að halda.
Omega-3 í mataræði
Þú færð ómega-3 fitusýrur aðallega úr feitum fiski eins og laxi, silungi, lúðu, sardínum og síld. Einnig innihalda hörfræ og hörfræjarolía, valhnetur, chiafræ og hampfræ ómega-3 fitusýrur.
Lyfja mælir með
- Guli Miðinn Omega 3, 80 hylki
- Dropi þorskalýsi, 60 töflur
- Udo´s Choice oil 3-6-9, 500 ml.
- Terranova Omega 3-6-7-9 oil blend, 250 ml.
Skoða Omega-3 fitusýrur í netverslun hér
Góðgerlar
Hugsaðir fyrir þarmaflóruna, meltingu og hægðir, ónæmiskerfið, geðheilsu og taugakerfið
- Þarmaflóran samanstendur af mismunandi örverum, bakteríum og gerlum sem lifa í ristlinum og hafa áhrif á heilsu okkar.
- Þarmaflóran hefur áhrif á meltingu og hægðir og spilar hlutverk í efnaskiptum og ónæmisviðbragði.
- Heili og þarmar líkamans eiga í nánum samskiptum og virðist þarmaflóran hafa áhrif jafnvægi þeirra.
- Rannsóknir virðast benda til þess að breyting á samsetningu þarmaflórunnar sé nátengt geðheilsunni og geti haft áhrif á kvíða og depurð.
- Fæða, streita, lyfjanotkun geta haft áhrif á þarmaflóruna.
Góðgerlar í mataræði
Fæða sem er rík af góðgerlum er t.d.
- kefir
- ósykrað jógurt
- súrsað kál
- kombutcha
- lífrænt tempeh
- misó
- í sumum ostum eins og gouda og mozzarella.
Lyfja mælir með
- Guli Miðinn Multidophilus Forte, 60 grænmetishylki
- Optibac góðgerlar fyrir hvern dag, 30 hylki
- Solaray Super Multidophilus 24 hour, 30 Billion, 60 hylki
- Terranova Probiotic Complex góðgerlar, 50 hylki
Skoðaðu góðgerla í netverslun hér
Í apótekum Lyfju um allt land tekur sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvort sem þú ert heima, á ferðinni í gegnum netspjall á Lyfja.is eða í Lyfju appinu.
Heilsa þín er okkar hjartans mál. Þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.
- Kynntu þér öll bætiefnin í netverslun Lyfju
Mynd: Ella Olsson on Unsplash