Hefur þú orðið var við minni kynhvöt?
Lítil kynhvöt getur orsakast af hormónaójafnvægi. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að minni kynhvöt og því gott að ráðfæra sig við lækni.
- Minnkaðu neyslu á áfengi. Áfengi getur minnkað kynhvöt og haft áhrif á stinningu.
- Bætiefnið Nettle Root getur aukið og haldið jafnvægi á testósteróni í líkamanum. Áhrifin eru þó einstaklingsbundin.
Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.
Hefur þú upplifað ristruflanir?
Ristruflanir hjá um 5-20% karlmanna tengjast langvinnum sjúkdómum eins og offitu, háum blóðþrýstingi, háu kólesteróli og sykursýki. Ristruflanir eru algengari hjá karlmönnum sem eru yfir sextugt. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að ristruflunum og því gott að ráðfæra sig við lækni.
- Minnkaðu neyslu á áfengi, áfengi getur minnkað kynhvöt og haft áhrif á stinningu.
- Lyf eins og svefnlyf, sterar og þunglyndislyf geta valdið ristruflunum. Ræddu við lyfjafræðing Lyfju eða lækninn þinn ef þú tekur lyf.
- Bætiefnið L-Argiplex inniheldur L-arginine sem rannsóknir hafa sýnt að getur komið að gagni fyrir þá sem eiga við risvanda að stríða.
- Bætiefnið Rauðrófuduft frá Solaray eða Terranova. Rauðrófur innihalda níturoxíð sem getur aukið blóðflæði og víkkað æðar og er talið hjálpa til við risvandamál.
- Bætiefnið Nettle Root getur aukið og haldið jafnvægi á testósteróni í líkamanum. Áhrif þess eru þó einstaklingsbundin.
Hægt er að taka inn bætiefni sem í sumum tilfellum getur hjálpað en það er þó einstaklingsbundið.
Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.
Hefur þú fundið fyrir orkuleysi?
Orkuleysi getur orsakast af hormónaójafnvægi og/eða lélegt mataræði. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að orkuleysi og því gott að ráðfæra sig við lækni.
Gættu vel að mataræði. Til dæmis með því að hætta að borða sykur og einföld kolvetni. Borðaðu feitan fisk 2 - 3svar í viku og nægjanlega mikið af próteni til að viðhalda vöðvamassa.
- Omega 3 bætiefnið er sérlega mikilvægt ef ekki er borðaður feitur fiskur nokkrum sinnum í viku.
Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.
Hefur þú upplifað þunglyndi, kvíða eða skapsveiflur?
Hormónaójafnvægi getur haft áhrif á skap og andlega líðan. Streita og kvíði hafa líka mikil áhrif á magn testesteróns. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að þunglyndi, kvíða og skapsveiflum og því gott að ráðfæra sig við lækni.
- Bætiefnið Kóren Ginseng getur bætt orku, þol og getur verið gott fyrir andlega heilsu. Einnig getur jurtin aðstoðað líkamann undir álagi og streitu og verið góð fyrir blóðsykursstjórnun.
Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.
Hefur þú orðið var við aukna líkamsfitu og tap á vöðvamassa?
Hormónaójafnvægi og hækkaður aldur geta breytt fituhlutfalli líkamans og minnkað vöðvamassa.
Gættu vel að mataræði, til dæmis með því að borða prótein með hverri máltíð og gæta þess að drekka tvo lítra af vatni eða jurtatei á dag.
Dagleg hreyfing er einnig mikilvæg, til dæmis 30 mínútna göngutúr.
Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.