Breytinga­skeið kvenna | Ertu með einkenni?

Algengir kvillar Almenn fræðsla Taktu prófið

Greining breytingaskeiðs byggist fyrst og fremst á einkennum. Greene Climacteric Scale einkennalistinn er staðfestur og áreiðanlegur mælikvarði um 23 einkenni breytingaskeiðs kvenna. Með því að styðjast við listann getur þú auðveldlega fylgst með þróun einkenna með stigagjöf.

Gott er að fara yfir einkennin reglulega til að fylgjast með breytingum sem verða hjá þér með tímanum eða í tengslum við meðferð. Greene Climacteric Scale einkennalistinn er notaður af læknum um allan heim.

Merktu við á listanum hér að neðan hversu mikið þú finnur fyrir þeim einkennum sem talin er upp og leggðu stigin saman. Endurtaktu á mismunandi tímum tíðahrings, eftir nokkrar vikur eða eftir að meðferð er hafin til þess að fylgjast með framgangi.

Einkennalistinn | skorið

Ef skorið á einkennalistanum er 15 eða hærra gefur það venjulega til kynna estrógenskort hjá konum og gefur tilefni til að skoða hvort að þær þurfi á meðferð að halda. Athugið þó að þetta er aðeins leiðbeinandi. Konur hafa mjög misháan óþæginda- og sársaukaþröskuld. Margar konur eru oft með mjög alvarleg einkenni áður en þær byrja jafnvel að íhuga að þær séu komnar á breytingskeiðið eða að skoða hormónameðferð.

20-50 stig er algengt skor hjá konum með einkenni þess að vera á breytingaskeiðið. Með fullnægjandi meðferð hjá lækni sem sniðin er að þörfum hverrar konu fyrir sig getur stigaföldinn lækkað niður í 10 stig á í 3-6 mánuðum.

Opna einkennalistA

Þú getur fyllt út einkennlistann í vafranum og vistað í þinni tölvu. Ef þú gætir þess að vista útfylltar skrár með ólíkum nöfnum getur þú borið saman svör þín og fylgst með breytingum á niðurstöðum. Samtalan sem birtist neðst gefur vísbendingu um hvort hvert einkenni fyrir sig sé að minnka eða aukast.

Ef þú ert 45 ára eða eldri með óreglulegar blæðingar og dæmigerð einkenni breytingaskeiðsins sem nefnd eru á spurningalistanum ætti ekki að þurfa rannsóknir til að greina breytingaskeiðið. Ef þú hinsvegar ert undir 45 ára og einkenni eru að hafa áhrif á daglegt líf er ráðlagt að leita til læknis og fá jafnvel blóðprufur til að útiloka aðrar orsakir. Vert er að hafa í huga að 1 af hverjum 100 konum hætta á blæðingum fyrir 40 ára aldur og einkenni breytingaskeiðs geta komið fram allt að 10 árum áður.

Skoðaðu vörur sem geta hjálpað þér á breytingaskeiðinu hér

Útreikningar Green Climateric Scale mælikvarðans

Því miður virka sjálfvirkir útreikningar skjalsins ekki í Safari vafra og Preview forritinu (á Mac).

Ef skjalið reiknar ekki sjálfkrafa niðurstöður getur þú reiknað þær sjálf með því að telja fjölda í hverjum dálki og margfalda með tölunni sem sést efst. 

Til dæmis ef 10 atriði flokkast sem „Meðal“ er talan fyrir þann dálk 10 * 2 = 20. Ef það eru 10 atriði sem flokkast sem „Mikið“ er það 10 * 3 = 30, og svo framvegis. Loks eru niðurstöður allra dálka lagðar saman.

 

 Einkennalistinn er þýddur af Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum, GynaMEDICA.is