Vitalipid Infant
Vítamín | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Vítamínblanda
Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi AB | Skráð: 2. mars, 1978
Vitalipid Infant er vítamínviðbót fyrir sjúklinga með næringu í æð og inniheldur A-vítamín, D2-vítamín, E-vítamín og K1-vítamín.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innrennslisþykkni.
Venjulegar skammtastærðir:
Heilbrigðisstarfsfólk annast gjöf lyfsins. Lyfið er venjulega gefið sem dreypi í bláæð.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engar upplýsingar liggja fyrir.
Geymsla:
Geymið lyfið við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Látið lækninn vita ef fram koma einkenni ofskömmtunar. Einkenni ofskömmtunar má að mestu leyti rekja til ofskömmtunar á A-vítamíni: ógleði, uppköst, höfuðverkur, bólga í sjóntaug, krampi, pirringur, seinkun á almennri húðflögnun, höfuðverkur vegna aukins þrýstings í höfði og aumar eða sársaukafullar bólgur í endum útlima.
Aukaverkanir
Engar þekktar aukaverkanir
Milliverkanir
Lyfið gæti milliverkað við önnur lyf og þarf þá að bregðast við milliverkunum milli einstakra vítamína og annarra lyfja eftir því sem við á í hverju tilviki.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú neytir áfengis í miklum mæli
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með ofnæmi fyrir eggjum
- þú sért með há kalsíumgildi í blóði
- þú sért með nýleg sár eða áverka
- þú sért með slímseigjusjúkdóm (Cystic fibrosis)
Meðganga:
Nota má lyfið á meðgöngu. En það þarf að fylgjast vel með til að koma í veg fyrir ofskömmtun vítamína.
Brjóstagjöf:
Vitalipid Adult má nota meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Lyfið er æltað börnum allt að 11 ára.
Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað fullorðnum.
Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Lifrarsjúkdómur, þar með talin vegna óhóflegrar áfengisneyslu, tengist auknu næmi fyrir A-vítamíneitrun.
Annað:
Ef þú ert með ofnæmi fyrir hnetum eða soja skaltu ekki nota lyfið.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.