Tranexamsyre Pfizer

Blæðingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tranexamsýra

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 2. mars, 1978

Tranexamsyre Pfizer inniheldur virka efnið tranexamsýru en það styttir storknunartíma blóðs og hindrar blæðingar. Blóðstorknun er flókið ferli sem fer af stað þegar blóð kemst í snertingu við annað yfirborð en æðaveggi. Til þess að blóð storkni eðlilega þarf rétt samspil þátta sem stuðla að blóðstorknun og hindra storknun. Tranexamsýra hemur myndun plasmíns í blóði, en plasmín er prótein sem leysir upp storknað blóð. Tranexamsyre Pfizer er notað hjá fullorðnum og börnum eldri en eins árs til að fyrirbyggja og meðhöndla blæðingar af völdum ferla sem hamla blóðstorku og nefnast storkusundrun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf/innrennslislyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Þér verður gefið Tranexamsyre Pfizer með hægri inndælingu eða innrennsli í bláæð. Læknirinn mun ákveða skammt og meðferðarlengd.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fljótlega eftir gjöf.

Verkunartími:
Nokkrir klukkutímar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú færð stærri skammt af Tranexamsyre Pfizer en ráðlagt er gæti blóðþrýstingur þinn lækkað tímabundið. Ræddu tafarlaust við lækni eða lyfjafræðing. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222)

Langtímanotkun:
Ef þú ert í langtímameðferð með Tranexamsyre Pfizer þarf að gæta að hugsanlegum truflunum á litasjón og hætta meðferð ef nauðsyn krefur. Við samfellda langtímanotkun Tranexamsyre Pfizer ætti að skoða augu reglulega (þ.m.t. sjónskerpu, litasjón, augnbotn, sjónsvið o.fl.).


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðtappar          
Krampar          
Niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Ógleði, uppköst          
Sjóntruflanir          
Útbrot, kláði          

Milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf eru ekki skráðar. Samtímis notkun með segavarnarlyfjum á að vera undir nánu eftirliti læknis.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir einhvern tíma fengið krampa
  • þú sért með blóðstorknunarsjúkdóm
  • þú hefur haft blóð í þvagi
  • þú ert í hættu á að fá blóðtappa

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og því er notkun ekki ráðlögð með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum frá 1 árs og þá eru skammtar háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.