Cyklokapron
Blæðingalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Tranexamsýra
Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. apríl, 1989
Cyklokapron inniheldur virka efnið tranexamsýru en það styttir storknunartíma blóðs og hindrar blæðingar. Blóðstorknun er flókið ferli sem fer af stað þegar blóð kemst í snertingu við annað yfirborð en æðaveggi. Til þess að blóð storkni eðlilega þarf rétt samspil þátta sem stuðla að blóðstorknun og hindra storknun. Tranexamsýra hemur myndun plasmíns í blóði, en plasmín er prótein sem leysir upp storknað blóð. Cyklokapron er notað við miklum blæðingum eða til að fyrirbyggja blæðingar eins og eftir skurðaðgerðir, og að auki við miklum tíðablæðingum eða innvortis blæðingum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
2-4,5 g á dag. Lyfið er venjulega tekið í 2-3 jöfnum skömmtum yfir daginn.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 3 klst.
Verkunartími:
24 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Farðu eftir fyrirmælum læknis um töku lyfsins og hvenær má hætta. Í sumum tilfellum er lyfið aðeins tekið til skamms tíma í senn en í öðrum getur blæðingahætta aukist þegar töku lyfsins er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er nær eingöngu notað í skammtímameðferð.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru tíðari eftir því sem teknir eru stærri skammtar. Meira en 30% þeirra sem taka 6 g á dag finna fyrir óþægindum frá meltingarvegi, sem hverfa ef skammtar eru minnkaðir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Niðurgangur | ![]() |
![]() |
|||||
Ógleði, uppköst | ![]() |
![]() |
|||||
Sjóntruflanir | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Milliverkanir við önnur lyf eru ekki skráðar. Samtímis notkun með segavarnarlyfjum á að vera undir nánu eftirliti læknis.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með einhvern hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er aðeins gefið börnum í undantekningartilfellum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.