Thiamine Sterop

Vítamín | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tíamín

Markaðsleyfishafi: LABORATOIRES STEROP NV | Skráð: 16. febrúar, 2022

Thiamine Sterop inniheldur virka efnið tíamín (B1-vítamín). Thiamine Sterop er notað til að meðhöndla eða koma í veg fyrir skort á B1-vítamíni (ef líkamann vantar þetta vítamín), svo sem hjá þeim sem eru með sjúkdóminn beriberi, langvinna áfengissýki eða Wernicke-Korsakoff heilkenni.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Heilbrigðisstarfsmaður mun gefa þér Thiamine Sterop með því að sprauta því í vöðva eða hægt í bláæð, samkvæmt fyrirmælum læknis.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist á að gefa hann um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er þar til gefa á næsta skammt á að sleppa skammtinum sem gleymdist og fylgja venjulegri skömmtunaráætlun. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Nota skal lyfið eins og læknir segir til um.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þér er gefinn of stór skammtur af lyfinu, eða ef barn hefur í ógáti tekin inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Án vandkvæða í eðlilegum skömmtum.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Verkur á stungustað          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nota má lyfið á meðgöngu ef þörf krefur og ávinningur vegur þyngra en áhætta.

Brjóstagjöf:
Nota má lyfið samhliða brjóstagjöf ef þörf krefur og ávinningur vegur þyngra en áhætta.

Börn:
Takmörkuð reynsla er af meðferð hjá börnum og unglingum.

Eldra fólk:
Engin þörf á skammtaaðlögun.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Mikið magn af tíamíni í blóði getur haft áhrif á niðurstöður sumra rannsókna. Ef þú þarft að gangast undir blóðrannsókn, sneiðmyndatöku eða aðrar læknisfræðilegar rannsóknir (t.d. gefa þvagsýni) skaltu segja lækninum að þú notir Thiamine Sterop.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.