Sorafenib STADA
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Sorafenib
Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 18. mars, 2021
Sorafenib STADA er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið sorafenib. Sorafenib STADA er notað til meðferðar á lifrarkrabbameini og nýrnakrabbameini. Sorafenib STADA er svokallaður fjölkínasahemill. Lyfið hægir á vexti krabbameinsfruma og lokar fyrir blóðflæði sem viðheldur vexti krabbameinsfruma.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
2 töflur (200mg) tvisvar á sólarhring á sama tíma dags. Ekki taka Sorafenib STADA með fituríkri fæðu því það getur minnkað áhrif lyfsins. Ef ætlunin er að borða fituríka máltíð á að taka töfluna a.m.k. 1 klst. fyrir eða 2 klst. eftir máltíðina
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú hefur gleymt að taka Sorafenib STADA skaltu taka skammtinn jafnskjótt og þú manst það. Ef
farið er að nálgast næsta skammt skaltu sleppa þeim skammti sem þú gleymdir. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Yfirleitt er meðferðinni haldið áfram svo lengi sem hún skilar góðum árangri og aukaverkanir eru ásættanlegar.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hárlos | |||||||
Kláði, útbrot | |||||||
Ógleði, niðurgangur og hægðatregða | |||||||
Ristruflanir | |||||||
Þreyta, hiti | |||||||
Þunglyndi | |||||||
Þyngdartap |
Milliverkanir
Lyfið getur milliverkað við jóhannesarjurt sem er jurtalyf sem notað er við þunglyndi.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Maxitrol
- Rimactan
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- TNG-smyrsl
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með blæðingartilhneigingu
- þú sért með háan blóðþrýsting
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sjúkdóm í meltingarfærum
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Ef þungun verður á
meðan á Sorafenib STADA meðferð stendur á strax að láta lækninn vita, hann ákveður síðan hvort halda skuli meðferð áfram.
Brjóstagjöf:
Meðan á Sorafenib STADA meðferð stendur má ekki vera með barn á brjósti, þar sem lyfið getur haft áhrif á vöxt og þroska barnsins.
Börn:
Sorafenib STADA hefur ekki enn verið rannsakað hjá börnum og unglingum.
Eldra fólk:
Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta.
Akstur:
Lyfið virðist ekki hafa áhrif á hæfni til aksturs. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum mega ávísa lyfinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.