Soolantra

Húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ivermectín

Markaðsleyfishafi: Galderma Nordic | Skráð: 1. júlí, 2016

Soolantra inniheldur virka efnið ivermectín. Ivermectín hefur bólgueyðandi áhrif sem stafa af hömlun á framleiðslu á bólguhvetjandi cýtókína. Auk þess veldur lyfið dauða sníkjudýra en greint hefur verið frá því að svokallaðir Demodex maurar eiga þátt í húðbólgu. Lyfið er notað við meðferð við bólum og þrymlum í andliti sem fylgja rósroða (rósroði með nöbbum og bólum) hjá fullorðnum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Krem til útvortis notkunar í andlit.

Venjulegar skammtastærðir:
Berist einu sinni á dag. Dreifið kreminu í þunnu lagi um allt andlitið. Forðist að kremið berist á augnlok, varir eða slímhúðir, svo sem í nefi, munni eða augum en ef það gerist á að þvo svæðið tafarlaust með miklu vatni. Ekki á að nota snyrtivörur (svo sem andlitskrem eða farða) áður en Soolantra er borið á. Hægt er að nota snyrtivörur þegar kremið hefur þornað. Þvoið hendur strax eftir að kremið hefur verið borið á.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Gætir fundið fyrir bata eftir meðferð í 4 vikur.

Verkunartími:
Nokkrir dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Eftir að túpan er fyrst opnuð skal nota lyfið innan 6 mánaða.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Bólur og þrymlar fara ekki að minnka fyrr en eftir að lyfið hefur verið borið á nokkrum sinnum. Mikilvægt er að halda áfram að nota Soolantra eins lengi og læknirinn hefur mælt fyrir um.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Lið er aðeins notað í 4 mánuði í senn.


Aukaverkanir

Einkenni rósroða getur versnað í upphafi meðferðar en það er sjaldgæft, yfirleitt gengur það til bara á fyrstu viku meðferðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Húðerting          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Sviði í húð          
Versnun á rósroða      

Milliverkanir

Ekki eru þekktar neinar milliverkanir við önnur lyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Ekki er ráðlagt að nota lyfið meðan á meðgöngu stendur.

Brjóstagjöf:
Ekki er ráðlagt að nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.