Ivermectin Medical Valley
Ormalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Ivermectín
Markaðsleyfishafi: Medical Valley | Skráð: 7. mars, 2023
Ivermectin Medical Valley inniheldur virka efnið ivermectín. Lyfið er notað við sýkingum af völdum ákveðinna sníkjudýra. Aðeins á að nota Ivermectin Medical Valley þegar læknirinn hefur staðfest eða heldur að þú sért með sníkjudýrasýkingu. Það er notað til að meðhöndla: - þráðormasýkingu í meltingarvegi (anguillulosis). Þetta orsakast af þráðormi sem kallast "Strongyloides stercoralis". - sýkingu í blóði sem forlirfur valda vegna þráðormasýki í eitlum. Þetta orsakast af óþroskuðum ormi sem kallast "Wuchereria bancrofti". Ivermectin Medical Valley virkar ekki á fullorðna orma, aðeins á óþroskaða orma. - maurakláða. Þetta er vegna smámaura sem grafa sig undir húðina. Þetta getur valdið svæsnum kláða. Aðeins á að nota Ivermectin Medical Valley þegar læknirinn hefur staðfest eða heldur að þú sért með maurakláða.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Taka skal mið af opinberum leiðbeiningum. Opinberar leiðbeiningar eru m.a. leiðbeiningar frá WHO
og heilbrigðisyfirvöldum. Taka má skammtinn á hvaða tíma dags sem er, en ekki skal neyta fæðu innan tveggja klst. fyrir eða eftir lyfjagjöf, þar sem áhrif fæðu á frásog eru ekki þekkt.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ábendingu.
Verkunartími:
Ivermectin Medical Valley byrjar að verka fljótt en skilst út með saur sem getur tekið um 12 daga.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki skal neyta fæðu innan tveggja klst. fyrir eða eftir lyfjagjöf.
Geymsla:
Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.
Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki ætlað til langtíma notkunar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Á ekki við.
Aukaverkanir
Aukaverkanir tengjast þéttleika sníkjudýra og eru í flestum tilvikum vægar og tímabundnar en geta verið alvarlegri hjá sjúklingum sem smitast hafa af fleiri sníkjudýrum, sérstaklega í tilviki sýkingar með Loa loa.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti, vöðvaverkir | ![]() |
![]() |
|||||
Höfuðverkur, þróttleysi | ![]() |
![]() |
|||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur | ![]() |
![]() |
|||||
Svimi, svefndrungi, þreyta | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skert ónæmiskerfi
- þú hefur búið í Afríku
Meðganga:
Ef þú ert þunguð skaltu ekki taka Ivermectin Medical Valley nema læknirinn hafi ráðlagt þér það.
Brjóstagjöf:
Ivermectin Medical Valley skilst út með brjóstamjólk í litlu magni. Lyfið skal ekki nota nema í samráði við lækni.
Börn:
Öryggi hefur ekki verið staðfest hjá börnum léttari en 15 kg fyrir neina ábendingu. Mylja skal töflurnar fyrir börn yngri en 6 ára áður en þær eru gleyptar.
Eldra fólk:
Almennt skal gæta varúðar við meðhöndlun eldri sjúklinga.
Akstur:
Áhrif Ivermectin Medical Valley á hæfni til aksturs og notkunar véla hafa ekki verið rannsökuð. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs.
Áfengi:
Notkun ekki ráðlögð. Veldur því að styrkur ívermectín í blóði hækkar sem getur valdið verri aukaverkunum.
Íþróttir:
Notkun leyfð.
Annað:
Til athugunar fyrir sjúklinga sem eru meðhöndlaðir við maurakláða
Fólk sem þú hefur umgengist, sérstaklega fjölskyldumeðlimir og makar, skulu fara í læknisskoðun
eins fljótt og auðið er, og fá strax meðhöndlun við maurakláða ef þörf krefur.
Gæta skal hreinlætis til að koma í veg fyrir endursýkingu (þ.e. að halda fingurnöglum stuttum og hreinum) og fylgja vandlega opinberum leiðbeiningum varðandi þrif fatnaðar og rúmfata.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.