Septabene

Hálslyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Benzýdamín Cetylpyridín

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 22. maí, 2022

Septabene munnúði er notaður til að draga tímabundið úr einkennum óþæginda í hálsi, munni og tannholdi og fyrir og eftir tanndrátt. Septabene inniheldur virku efnin cetylpyridín og benzýdamín. Cetylpyridín hefur sýklahemjandi virkni og getur einnig virkað gegn sveppum. Benzýdamín hefur staðbundna verkjastillandi og bólgueyðandi virkni. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Munnúði.

Venjulegar skammtastærðir:
Fulloðnir og unglingar eldri en 12 ára: 1 skammtur (1-2 úðar) á 2 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 skammtar á sólarhring. Börn 6-12 ára: 1 skammtur (1 úði) á 2 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 skammtar á sólarhring. Ekki nota Septabene lengur en í 7 sólarhringa, nema í samráði við lækni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar að virka mjög fljótlega eftir úðun í hálsinn

Verkunartími:
Allt að 3 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Notkun Septabane með mjólk getur dregið út verkun lyfsins. Ekki neyta matar eða drykkjar í a.m.k. eina klukkustund eftir töku lyfsins.

Geymsla:
Geymið í upprunalegum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá. Opnuð flaska af munnúða geymist í 12 mánuði frá fyrstu notkun.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er eingöngu ætlað til skammtímanotkunar

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Berkjukrampi        
Erting á meðferðarsvæði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Ofsakláði        

Milliverkanir

Notkun Septabene með mjólk getur dregið úr verkun lyfsins. Notkun Septabene strax fyrir eða eftir tannburstun getur dregið úr verkun lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki taka þetta lyf ef þú ert með barn á brjósti nema í samráði við lækni.

Börn:
Ekki má nota lyfið handa börnum yngri en 6 ára.

Akstur:
Septabene hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Annað:
Septabene inniheldur makrógólglýserólhydroxýsterat, sem getur valdið magakvilla og niðurgangi.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.