Ringer-Acetat Baxter Viaflo

Elektrólýtar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Elektrólýtar

Markaðsleyfishafi: Baxter | Skráð: 16. ágúst, 2005

Ringer-Acetat Baxter Viaflo er blanda af elektrólýtum sem er notað til að endurnýja líkamsvökva og ýmis blóðsölt (elektrólýta) sem hafa tapast vegna veikinda eða áverka og sem skammtímameðferð við minnkuðu blóðrúmmáli. Ringer-Acetat Baxter Viaflo inniheldur natríumklóríð, kalíumklóríð, kalsíumklóríðtvíhýdrat, magnesíumklóríðhexahýdrat og natríumasetatþríhýdrat.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslislyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefa Ringer-Acetat Baxter Viaflo. Læknirinn ákveður hversu mikið þú þarft og hvenær þér verður gefið lyfið. Það fer eftir aldri, þyngd, almennu ástandi svo og tilgangi meðferðarinnar og annarri meðferð sem þú færð á sama tíma.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Læknirinn ákveður hvenær innrennslinu skal lokið.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú færð of mikið af lyfinu (of mikil vökvagjöf) eða ef það er gefið of hratt getur það valdið eftirfarandi einkennum: vökvasöfnun í vefjum (sést sem strekkt húð), blóðsöfnun í fótleggjum (æðateppa), bjúgur, breytingar á sýrustigi eða saltinnihaldi í blóði. Láttu lækni tafarlaust vita ef þú færð einhver þessara einkenna.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Brjóstverkur          
Hjartsláttartruflanir, hraður eða hægur hjartsláttur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Viðbrögð á stungustað (innrennslislyf)          
uppsöfnun vökva í lungum (lungnabjúgur)          
hjartabilun (hjá sjúklingum sem hafa hjartasjúkdóm)          

Milliverkanir

Einhver lyf milliverka við Ringer-Acetat Baxter Viaflo, segðu lækni frá öllum lyfjum sem þú tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með bjúg
  • þú ert með meira blóðrúmmál en eðlilegt er

Meðganga:
Lyfið má nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið má nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið má nota á öllum aldri og skammtar eru háðir þyngd og aldri.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.