Nimvastid
Lyf við heilabilun | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Rívastigmín
Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 1. apríl, 2011
Nimvastid er við Alzheimerssjúkdómi. Alzheimerssjúkdómur er eitt algengasta form heilabilunar og lýsir sér í truflun á minni, hegðun og athöfnum daglegs lífs. Einstaklingar með Alzheimerssjúkdóm verða fyrst fyrir truflunum á skammtímaminni, síðar fylgja breytingar á hegðun og færni til þess að lifa daglegu lífi. Ástæður sjúkdómsins eru ekki að fullu skýrðar og við honum er engin lækning. Ein skýringin er sú að skortur verði á taugaboðefninu acetýlkólíni í vissum hlutum heilans, aðallega heilaberki og svokölluðum dreka í heila (hippocampus). Acetýlkólín er brotið niður af ensíminu acetýlkólínesterasa. Rívastigmín, virka efnið í Nimvastid, hemur verkun þessa ensíms í heila, hægir þar af leiðandi á niðurbroti acetýlkólíns og eykur um leið magn þess í heila. Með þessu móti bætir lyfið vitsmunalega færni sjúklinga með Alzheimerssjúkdóminn. Nimvastid er notað við vægum til meðal alvarlegum Alzheimerssjúkdómi og vitglöpum hjá sjúklingum með sjálfvakta Parkinsonsveiki. Áhrif lyfsins eru mjög einstaklingsbundin. Lyfið læknar ekki Alzheimerssjúkdóminn og ennþá hefur ekki fundist lyf sem gerir það. Lyfið getur engu að síður hægt á framgangi sjúkdómsins og bætt líðan sjúklinganna í ákveðinn tíma.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1,5-6 mg í senn 2svar á dag með morgunmat og kvöldmat. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi. Má hvorki opna þau né mylja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Mjög einstaklingsbundið, allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur.
Verkunartími:
Verkun hvers skammts varir í um 9 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki er æskilegt að hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Aukin hætta er á aukaverkunum, aðallega ógleði, uppköstum og niðurgangi, en lítil hætta á öðrum einkennum. Gera skal hlé á töku lyfsins í einn sólarhring við væga ofskömmtun en þó aðeins í samráði við lækni. Við alvarlegri ofskömmtun skal strax hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Óhætt er að nota lyfið í langan tíma, svo lengi sem það sýnir árangur, og er það mat læknis hvenær skal hætta töku þess. Fylgjast skal með þyngd sjúklings meðan á meðferð stendur.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru almennt vægar og koma helst fram í upphafi meðferðar eða þegar verið er að auka skammtinn. Þær standa yfirleitt stutt yfir og hverfa oftast af sjálfu sér án sérstakrar meðferðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin svitamyndun | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | |||||||
Krampar | |||||||
Kvíði | |||||||
Lystarleysi, þyngdartap | |||||||
Meltingartruflanir, kviðverkir | |||||||
Rugl, uppnám | |||||||
Skapgerðarbreytingar, ofskynjanir | |||||||
Skjálfti | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir | |||||||
Svefndrungi, sundl eða höfuðverkur | |||||||
Útbrot | |||||||
Viðbrögð í húð á plástursstað | |||||||
Þreyta, þróttleysi, vanlíðan |
Milliverkanir
Lyfið hefur verið prófað með tilliti til milliverkana við mjög mörg algeng lyf sem Alzheimerssjúklingar nota og engin hætta á milliverkunum við þau komið í ljós. Varast ber að nota rívastigmín með lyfjum sem hafa áhrif á virkni asetýlkólíns, en það eru helst sefandi geðlyf, sum meltingarfæralyf, svo sem cisapríð, og parkinsonslyfið bíperíden (Akineton).
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með þvagfærasjúkdóm
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og syfju og því skert aksturshæfni. Læknir ætti að meta hæfni Alzheimerssjúklings til aksturs.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Vegna sjúkdómseinkennanna er nauðsynlegt að umsjónarmaður sjúklingsins fylgist með lyfjatöku.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.