M-M-RVAXPRO
Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Hettusóttarveirur Mislingaveirur Rauðu hunda veirur
Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. febrúar, 2013
Mislingar, hettusótt og rauðir hundar eru sjúkdómar sem orsakaðir eru af veirum. Mislingar eru mjög smitandi og berst sjúkdómurinn manna á milli með úðasmiti. Sjúkdómnum geta fylgt alvarlegir fylgikvillar eins og heilabólga eða lungnabólga og á meðgöngu er hætta á fóstursýkingu eða fósturláti. Hettusótt er oftast nær vægur sjúkdómur en í einstaka tilfellum getur hún valdið heyrnaskerðingu og bólgu í eistum sem getur leitt til ófrjósemis. Rauðir hundar er vægur sjúkdómur í börnum. Þeim sem stafar mesta hætta af sjúkdómnum eru óléttar konur þar sem sjúkdómurinn getur valdið fósturskaða, eins og t.d. heyrnaskerðingu, blindu, vansköpun og jafnvel fósturláti. Priorix inniheldur mislinga, rauðu hunda og hettusóttar veiklaðar veirur sem eiga að vekja upp mótefnasvörun í líkamanum án þess að fólk veikist af þessum sjúkdómum og veitir þannig vörn gegn þeim.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð eða í vöðva.
Venjulegar skammtastærðir:
Einn skammtur samkvæmt bólusetningaráætlun.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um það hversu fljótt bóluefni byrjar að virka.
Verkunartími:
Bólusetningin endist til lífstíðar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa. Nota þarf hettuglasið innan 8 klst. frá því að lyfið hefur verið leyst upp.
Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist ber að gefa hann um leið og munað er eftir því þar sem möguleiki er að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefnum. Ekki má gefa tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki er talið æskilegt að hætta gjöf lyfsins fyrr en allir skammtar hafa verið gefnir þar sem líkur eru á að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru yfirleitt vægar og ganga yfir á nokkrum dögum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti | |||||||
Krampar | |||||||
Ósamhæfðar vöðvahreyfingar | |||||||
Roði, bólga og eymsli á stungustað | |||||||
Sjóntruflanir, heyrnaleysi | |||||||
Taugaóstyrkur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ef nota á önnur bóluefni þarf að nota aðra stungustaði. Ef ekki er bólusett samtímis þá þurfa að líða a.m.k. 4 vikur þar til bólusett er með öðru bóluefni sem inniheldur lifandi, veiklaða veiru. Ef þú hefur fengið gammaglóbúlín eða blóðgjöf úr öðrum manni þá þarf að fresta bólusetningu um þrjá mánuði.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með hita eða sýkingu
- þú sért með berkla
- þú sért með skert ónæmiskerfi
- þú hafir einhvern tíma fengið krampa
- þú sért með ofnæmi fyrir eggjum
- þú hafir nýlega fengið bólusetningu
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum á meðgöngu. Kona má ekki verða þunguð fyrr en þremur mánuðum eftir gjöf á bóluefninu.
Brjóstagjöf:
Ekki má gefa lyfið nema brýna nauðsyn beri til.
Börn:
Samkvæmt bólusetningaráætlun hverju sinni.
Eldra fólk:
Ekki er talin þörf á að bólusetja einstaklinga eldri en 40 ára.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.